Jólatónlistarhátið Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju heldur áfram sunnudaginn 11. desember kl. 17, þegar Björn Steinar Sólbergsson leikur á hið volduga Klaisorgel kirkjunnar.

Á efnisskránni eru verk tengd aðventu- og jólum, m.a. hið undurfagra Pastorale eftir J.S.Bach, frönsk Noël og kaflar úr Widor Sinfoníu sem tengist jólum, sjá efnisskrá að neðan.

Miðasala er í kirkjunni og við innganginn og er miðaverð 2500 kr, en 50% afsláttur fyrir nemendur, öryrkja og félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

Efnisskrá:

Claude Balbastre 1724–1799
Deuxième suite de Noëls
IVme Noël Bourguignon – Au jô deu de pubelle (fanfare)
Vme Noël Bourguignon – Grand déi, ribon ribeine

Johann Sebastian Bach 1685–1750
Pastorale BWV 590

Charles Marie Widor 1845–1937
Symphonie Gothique  
II Andante sostenuto
IV Final
Moderato-Allegro-Moderato-Andante-Allegro

Alexandre Guilmant 1837-1911
Cantilène Pastorale op. 19

Naji Hakim *1955
Fantasía um jólalagið „Adeste fideles“  

Björn Steinar Sólbergsson er organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík og einnig skólastjóri og orgelkennari við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Björn Steinar stundaði framhaldsnám á Ítalíu og í Frakklandi, útskrifaðist frá Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison árið 1986 með “Prix de virtuosité”. Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna.

Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku.  Hann hefur leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum innanlands og utan og hljóðritað geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar og orgelkonsert Jóns Leifs (BIS) sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Listamannalaun 1999 og 2015.

Á árinu 2017 kemur Björn Steinar fram á tónleikum á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Þýskalandi.

10/12/2016
Björn Steinar Sólbergsson

Jólaorgeltónleikar NOËL NOËL sunnudaginn 11. des kl. 17

Jólatónlistarhátið Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju heldur áfram sunnudaginn 11. desember kl. 17, þegar Björn Steinar Sólbergsson leikur á hið volduga Klaisorgel kirkjunnar. Á efnisskránni eru […]
25/11/2016
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju

„Ó sól mín lífs“ – Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 4. desember kl. 17 Þriðjudaginn 6. desember kl. 20 Fram koma: Mótettukór Hallgrímskirkju Maria Keohane, sópran Mattias Wager, orgel Stjórnandi er Hörður Áskelsson Mótettukór Hallgrímskirkju […]
18/11/2016
St. Cecilia

Tónleikar til heiðurs heilagri Cecilíu í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14. – Aðgangur ókeypis!

Tónleikar til heiðurs heilagri Cecilíu með Kór og Camerata tónlistardeildar LHÍ í Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14. Aðgangur er ókeypis og […]
15/11/2016
Schola Cantorum

J.S. Bach: Jólaóratórían I-III | 29. og 30. desember

Í TILEFNI AF 20 ÁRA AFMÆLI SCHOLA CANTORUM JÓLAÓRATÓRÍAN I-III EFTIR J. S. BACH BWV 248 FIMMTUDAGINN 29. des kl. 20 FÖSTUDAGINN 30. des kl. 17 […]