Hið magnaða miðaldaverk Sólarljóð liggur til grundvallar myndlistasýningar sem opnar í anddyri Hallgrímskirkju sunnudaginn næstkomandi. Listamaðurinn Valgerður Bergsdóttir nefnir sýninguna Vaka / Hindurvaka og vísar þar í hið síbreytilega ástand milli lífs og dauða sem ríkir í ljóðunum.

Í Sólarljóðum, sem eru eitt merkasta verk íslenskra miðaldabókmennta, birtist látinn faðir syni sínum, miðlar af reynslu sinni af lífi og dauða og kallar á siðbót og kærleika. Sólarljóð telur Gísli Sigurðsson rannsóknaprófessor til svokallaðra leiðslna, sem eru verk þar sem opnaðar eru brýr yfir í handanheima og framtíðina með spásýn, en þekkt verk af því tagi eru Opinberun Jóhannesar í Nýja testamentinu, Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes og Völuspá.

Valgerður sýnir blýantsteikningar unnar með hliðsjón af nokkrum ljóðahendingum úr Sólarljóðum. Áhrifavaldur teikninganna er máttug, náttúruvakin mynd ljóðanna um mörk lífs- og handanveru.

Um tveir áratugir eru síðan Valgerður hóf leit að viðfangsefni úr miðaldabókmenntum, en þá vann hún að uppdráttum fyrir glugga í Reykholtskirkju. Hefur leið hennar meðal annars legið um dómsdagsmyndir kaþólsku kirkjunnar, en Valgerður segir augljósa samsvörun vera milli þeirra og ákalls um siðræna innrætingu í Sólarljóðum.

Sýningin opnar k.l 12.15 sunnudaginn 14. febrúar og stendur fram til 8. maí. Verið velkomin!

 

 

11/02/2016

Spásýnir og handanheimar – Myndlistasýning byggð á Sólarljóðum

Hið magnaða miðaldaverk Sólarljóð liggur til grundvallar myndlistasýningar sem opnar í anddyri Hallgrímskirkju sunnudaginn næstkomandi. Listamaðurinn Valgerður Bergsdóttir nefnir sýninguna Vaka / Hindurvaka og vísar þar […]
20/12/2015

Trompetar, pákur og Fæðing frelsarans um jól og áramót

Aðventan í Hallgrímskirkju hefur runnið sitt skeið með fjölda hrífandi jólatónleika, þar sem Mótettukórinn, Schola cantorum, Björn Steinar Sólbergsson og þýskir jazzleikarar – allt frábærir listamenn […]
17/12/2015

Þýskur jólajazz í kvöld og þriðju aðventutónleikar Schola cantorum á morgun

Þýsku djasstónlistarmennirnir Markus Burger og Jan von Klewitz í „Spiritual Standards“ halda jólatónleika á Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju í kvöld, 17. desember, í boði þýska sendiherrans á Íslandi. […]
23/10/2015
Tónleikar Schola cantorum á Allra heilagra messu 1. nóv kl. 17

HVÍLD – tónleikar Schola cantorum á Allra heilagra messu 1. nóv kl. 17

Á Allra heilagra messu, þann 1. nóvember næstkomandi kl. 17.00, mun Schola cantorum halda tónleika við kertaljós í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hvíld. Hefð er orðin fyrir […]