Listvinafélag Hallgrímskirkju

hallgrimskirkjaListvinafélag Hallgrímskirkju var stofnað 1982.
Markmið þess er að halda áfram að halda uppi því öfluga listastarfi, sem byggt hefur verið upp undanfarin rúmlega 30 ár við Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Félagið skipuleggur um 40 tónleika á ári, þar á meðal undir merkjum Jólatónlistarhátíðar í Hallgrímskirkju, Alþjóðlegs orgelsumars og skipuleggur þrjár til fjórar myndlistarsýningar árlega í forkirkju Hallgrímskirkju með viðurkenndum listamönnum.
Listvinafélagið styður einnig við fjölbreyttan og vandaðan tónlistarflutning í helgihaldi kirkjunnar ásamt kórum kirkjunnar og margir gestakórar koma fram á þess vegum.
Sálmafoss er orðinn einn af föstum viðburðum á Menningarnótt í Hallgrímskirkju.

Nýsköpun skipar stóran sess í starfi Listvinafélagsins og hafa fjölmörg verk íslenskra höfunda verið frumflutt á vegum Listvinafélagsins, tónverk, frumsamin ljóð, leikrit, myndlistasýningar o fl.
Einnig er Listvinafélagið bakhjarl Kirkjulistahátíðar sem haldin er annað hvert ár í kirkjunni í ágúst.

Listrænn stjórnandi Listvinafélags Hallgrímskirkju er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.
Framkvæmdastjóri félagsins er Inga Rós Ingólfsdóttir.

Stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju skipa að auki:
– Sigurður Sævarsson tónskáld, formaður
– Sveinn Yngvi Egilsson prófessor í íslenskum bókmenntum, ritari
– Dr. Snorri Sigurðsson náttúrufræðingur
– Ævar Kjartansson cand. theol. útvarpsmaður
– Rósa Gísladóttir myndlistarkona

Varamenn:
Benedikt Ingólfsson söngvari
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur

Auk þess sitja fundi stjórnar Listvinafélagsins:
– Inga Rós Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri
– Jóhannes Pálmason lögfræðingur, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju
– Björn Steinar Sólbergsson organisti
– Sr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur
– Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
– Jónanna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Skólavörðuholti
101 Reykjavík
Sími: 510 1000, 510 1022
Fax: 510 1010
Netfang: list@hallgrimskirkja.is
Veffang: www.hallgrimskirkja.is