Kórtónleikar í Hallgrímskirkju á Allra heilagra messu sunnudaginn 6. nóvember kl. 17

Kammerkórinn Schola cantorum syngur.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Sigurður Sævarsson: REQUIEM (frumflutningur)
Kjell Mørk Karlsen: Missa defunctorum (Requiem)
Hugi Guðmundsson: Fyrir ljósi myrkrið flýr

Líkt og undanfarin ár heldur Schola cantorum tónleika á allra heilagra messu. Þessir tónleikar eru jafnan vel sóttir. Minning látinna ástvina er umvafin hlýjum logum kertaljósa og fagurri, áhrifamikilli tónlist sem kórinn flytur.

Á efnisskránni eru tvær nýjar sálumessur eftir Sigurð Sævarsson og Kjell Mørk Karlsen auk mótettu eftir Huga Guðmundsson.
Sálumessurnar tvær eru samdar við hinn hefðbundna latneska texta Requiem og eru báðar ætlaðar til flutnings án undirleiks.

Requiem eftir Sigurð Sævarsson, sem nú heyrist í fyrsta sinn, er um 30 mínútna löng tónsmíð. Verkið er skrifað til minningar um föður tónskáldsins. Sigurður, sem er meðlimur Schola cantorum, hefur á undanförnum árum sérstaklega sinnt sköpun kórverka og hafa þau fallið í góðan jarðveg bæði hjá flytjendum og áheyrendum. Stíllinn er hægferðugur og mínimalískur og fellur sérlega vel að endurómi stórkirkna á borð við Hallgrímskirkju.

Verk Huga Guðmundssonar Fyrir ljósi myrkrið flýr er tileinkað minningu föður hans, Guðmundar Hallgrímssonar, og Björgvins Ingimarssonar sem létust með tveggja daga millibili febrúarmánuði 2013. Ljóðið sem sungið er í verkinu samdi eftirlifandi eiginkona Björgvins, Vilborg Davíðsdóttir skáld.

Sálumessa hins norska Kjell Mørk Karlsen Missa defunctorum var frumflutt fyrir einu ári í Osló. Verkið er 20 mínútna langt og er skrifað til minningar um eiginkonu tónskáldsins, sem hann missti fyrir tveimur árum. Kjell Mörk Karlsen hefur verið afkastamikill á sviði kirkjutónlistar í Noregi. Hann hefur skrifað mikið af kórverkum, bæði stórum og smáum, svo og orgeltónlist og hljómsveitarverk.

Útgáfufyrirtækið BIS í Svíþjóð hefur nýlega gefið út disk með Schola cantorum þar  sem kórinn flytur kórverk undir yfirskriftinni Meditatio, en flest verkin á diskinum hafa verið á efnisskrá kórsins á tónleikum hans í Hallgrímskirkju á allra heilagra messu undanfarin ár. Diskurinn hefur fengið mjög góðar undirtektir.

Miðaverð: 3.500 kr. Miðasala er í Hallgrimskirkju og á www.midi.is

Choir concert in Hallgrimskirkja

Schola cantorum’s latest album, MEDITATIO, has just been released by the Swedish label BIS. It includes expressive works for choir from the twentieth and twenty-first centuries which interpret grief and bereavement in the light of hope and comfort.

Among the selected works are John Tavener’s simple but stirring The Lamb, Eric Whitacre’s unearthly Lux aurumque and two of the most beautiful Icelandic choir pieces ever written: Jon Leifs’ Requiem for the young daughter he lost and Thorkell Sigurbjornsson’s Heyr himna smiður (Hear Heaven’s Maker), considered by many to be the most beautiful choral piece ever written in Iceland. The CD is sold in Hallgrímskirkja and in all major CD  stores around the world.

03/11/2016
Choir concert in Hallgrimskirkja

Requiem – Sálumessa

Kórtónleikar í Hallgrímskirkju á Allra heilagra messu sunnudaginn 6. nóvember kl. 17 Kammerkórinn Schola cantorum syngur. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Sigurður Sævarsson: REQUIEM (frumflutningur) Kjell Mørk Karlsen: […]
27/10/2016
Genesis í Hallgrímskirkju

Listamannaspjall um sýninguna Genesis í Hallgrímskirkju

Erla S. Haraldsdóttir myndlistarmaður og Jonatan Habib Engqvist listfræðingur verða með samræður um sýninguna Genesis í fordyri Hallgrímskirkju þann 29. okt. kl. 14:00. Sjálf sköpunarsagan liggur […]
01/10/2016
Mótettukór Hallgrímskirkju

30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju – Hátíðartónleikar 29. október kl. 19 og 30. október kl. 17

Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju ( áður Den Haag) flytja glæsilegu […]
31/08/2016

Genesis – Ný sýning opnar í anddyri kirkjunnar á sunnudag

Sjálf sköpunarsagan liggur til grundvallar sýningu Erlu S. Haraldsdóttur, sem opnar í anddyri Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag klukkan 12.15. Erla nefnir sýninguna Genesis og samanstendur hún af […]