30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju – Hátíðartónleikar 29. október kl. 19 og 30. október kl. 17

Genesis – Ný sýning opnar í anddyri kirkjunnar á sunnudag
31/08/2016
Mótettukór Hallgrímskirkju
Hrífandi barokksveifla í Hallgrímskirkju! – Eurovisionstefið í allri sinni dýrð!
19/10/2016

30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju – Hátíðartónleikar 29. október kl. 19 og 30. október kl. 17

Mótettukór Hallgrímskirkju

Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju ( áður Den Haag) flytja glæsilegu hátíðarverkin Fanfare og Te Deum eftir Charpentier og Messu nr. 1 í F-dúr eftir J.S. Bach í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, en kirkjan var vígð 26. október 1986. Einsöngvarar eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Auður Guðjohnsen alt, Oddur A. Jónsson bassi, Thelma Sigurdórsdóttir sópran og Guðmundur Vignir Karlsson tenór og stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Miðaverð er 5900 kr., afsláttarverð fyrir eldri borgara 4900 kr., 50% afsláttur fyrir nemendur 26 ára og yngri og öryrkja. Félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju fá 50% afslátt. Miðasala á midi.is og í Hallgrímskirkju s. 510 1000 ( afsláttarmiðar einungis afgreiddir þar).