Alþjóðlegt orgelsumar stendur nú sem hæst í Hallgrímskirkju með þrennum orgeltónleikum í hverri viku auk þess sem Schola cantorum heldur vikulega hádegistónleika á miðvikudögum.

Eftir að hafa fengið innlenda og erlenda organista í heimsókn er komið að kantor Hallgrímskirkju, Herði Áskelssyni organista, að sitja við hljómborðin fjögur í Klais orgelinu stóra, og fylla hvelfingar Hallgrímskirkju af ómum, en hann leikur á tónleikum helgarinnar.

Á tónleikum fimmtudagsins verður hinn ungi og upprennandi baritónsöngvari Fjölnir Ólafsson með Herði, en þeir munu flytja fjölbreytta og fallega hálftíma langa dagskrá.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 fimmtudaginn 9. júlí og miðaverð er 2000 kr.

09/07/2015
Fjölnir Ólafsson

Hörður Áskelsson, orgel og Fjölnir Ólafsson, barítón á hádegistónleikum fimmtudagsins

Alþjóðlegt orgelsumar stendur nú sem hæst í Hallgrímskirkju með þrennum orgeltónleikum í hverri viku auk þess sem Schola cantorum heldur vikulega hádegistónleika á miðvikudögum. Eftir að […]
17/06/2015
Steinunn Skjenstad

Konur láta ljós sitt skína á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju

Haldið er upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna um þessar mundir og á það því vel við að konur láta ljós sitt skína þessa […]
11/06/2015
Dexter Kennedy

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2015 er hafið

Lettnesk orgeldíva og 24 ára bandarískur orgelsnillingur meðal flytjenda. Star Wars,  Jón Leifs og nýtt orgelverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur er meðal þess sem prýðir efnisskrá Alþjóðlega […]
22/05/2015

Nýsköpun í Hallgrímskirkju á hátíð heilags anda

Nýsköpun í Hallgrímskirkju á hátíð heilags anda – opnun sýningar Rósu Gísladóttur og frumflutningur „Pater noster“ eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Nýsköpun í listum verður mikil á […]