Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, verður gestur Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 23. júlí nk. en með honum á tónleikunum verður Pamela de Sensi, flautuleikari.

Efnisskrá tónleikanna gefur góða mynd af þeim fjölmörgu eiginleikum sem stóra Klais-orgelið býr yfir en Steingrímur mun leika Sónötu nr 2 eftir Mendelsohn og Suite gothique eftir Boëllmann auk þess sem nýtt verk eftir Steingrím sjálfan, Dialogus, verður frumflutt á tónleikunum.

Dialogus er samið fyrir orgel og flautu, og mun Pamela leika á fjórar mismunandi flautur í verkinu sem eiga í samtali við hinar fjölmörgu pípur orgelsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 á fimmtudaginn og miðaverð er 2000 kr.

 

21/07/2015
Steingrímur Þórhallsson

Steingrímur Þórhallsson og Pamela de Sensi frumflytja nýtt verk eftir Steingrím

Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, verður gestur Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 23. júlí nk. en með honum á tónleikunum verður Pamela de Sensi, flautuleikari. Efnisskrá tónleikanna […]
15/07/2015
Dexter Kennedy

Ungstirnið Dexter Kennedy á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju

Bandaríkjamaðurinn Dexter Kennedy var aðeins 24 ára gamall þegar hann vann Grand Prix   d´Interpretation í 24. Alþjóðlegu orgelkeppninni í Chartres á síðasta ári og sýndi með […]
15/07/2015
Guðný Einarsdóttir

Guðný Einarsdóttir á hádegistónleikum fimmtudagsins

Fimmtudaginn 16. júlí heldur Guðný Einarsdóttir orgeltónleika í Hallgrímskirkju, en tónleikarnir eru hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju 2015. Á efnisskrá tónleikanna eru  Magnificat eftir Matthias […]
10/07/2015
Hörður Áskelsson

Hörður Áskelsson leikur í Hallgrímskirkju um helgina og Dómkirkjunni í Dijon viku síðar

Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á tvennum tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju um helgina. Hann hefur einnig þegið boð um að leika í sumartónleikaröð Dómkirkjunnar í […]