ÓRATÓRÍAN GUÐSPJALL MARÍU MEÐ 2 TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

MESSÍAS eftir G.F. Händel á 40 ára afmælistónleikum Mótettukórsins og Listvinafélagsins í Reykjavík - Útsending frá tónleikunum á Rás 1 á Jóladag
MESSÍAS eftir G.F. Händel á 40 ára afmælistónleikum Mótettukórsins og Listvinafélagsins í Reykjavík – Útsending frá tónleikunum á Rás 1 á Jóladag
22/12/2022
HEILDARLESTUR PASSÍUSÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í tónlistarhúsinu HÖRPU á föstudaginn langa kl. 12-17
HEILDARLESTUR PASSÍUSÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í tónlistarhúsinu HÖRPU á föstudaginn langa kl. 12-17
04/04/2023

ÓRATÓRÍAN GUÐSPJALL MARÍU MEÐ 2 TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

Íslensku tónlistarverðlaunin

Stjórn Listvinafélagsins er himinlifandi með 2 tilnefningar sem GUÐSPJALL MARÍU eftir HUGA GUÐMUNDSSON fékk til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2023- bæði sem TÓNVERK ÁRSINS og einnig TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS, en í ár eru það bara 5 tónlistarviðburðir sem eru tilnefndir alls og allir í einum flokki.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í kvöld í Silfurbergi Hörpu í beinni útsendingu á RÚV, sem hefst kl. 19.55.

Þessi heimsfrumflutningur var sannarlega ógleymanlegur viðburður en verkið hefur nú þegar ferðast til Kaupmannahafnar og Osló og verður gefið út á hljómplötu innan tíðar. Listvinafélagið er rífandi stolt að hafa pantað verkið á sínum tíma og fullt þakklætis til allra sem létu það verða að veruleika. Til hamingju Hugi Gudmundsson, tónskáld, Nila Parly og Niels Brunse sem skrifuðu librettóið og allir flytjendur Oslo Sinfonietta, Schola Cantorum, Berit Norbakken og Hörður Áskelsson. Einnig færum við Listahátíð í Reykjavík hjartans þakkir fyrir frábært samstarf en heimsfrumflutningur verksins var í samvinnu Listvinafélagsins við Listahátíð í Reykjavík og Alþjóðlegu kirkjutónlistarhátíðina í Osló og fór fram í Hallgrímskirkju 6. júní sl.