Messa með fögrum vor – og sumarsálmum sunnudaginn 17. maí kl. 11- messuhald hefst að nýju í Hallgrímskirkju

Karlotta Blöndal
Í ANDDYRINU- SÝNING KARLOTTU BLÖNDAL Í FORKIRKJU HALLGRÍMSKIRKJU
08/04/2020
Hallgrímskirkja
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 8. júní nk. kl. 17.
25/05/2020
Sýna allt

Messa með fögrum vor – og sumarsálmum sunnudaginn 17. maí kl. 11- messuhald hefst að nýju í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja

Það er ánægjulegt að segja frá því að messuhald hefst að nýju í Hallgrímskirkju nk. sunnudag 17. maí kl. 11.

Þar mun hópur úr Mótettukórnum syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar sem leikur einnig á orgelið og verða fluttir mjög fallegir vorsálmar, m.a. 3 sálmar við lög eftir Hörð.

Sálmarnir þrír sem Hörður samdi lögin við og sungnir verða á sunnudaginn tengjast allir Hallgrímskirkju og starfi Harðar þar.

Sálmurinn “Sjá vorsins bjarta veldi” er eftir norska skáldið Knut Ödegärd í þýðingu Sigurbjörns Einarssonar, en Knut var meðal forystumanna við stofnun Listvinafélagsins og formaður um skeið. Sálmurinn er nr. 945 í Sálmar 2013.

Sálmurinn “Ég á vin” eftir sr. Birgi Ásgeirsson samdi sr. Birgir þegar hann var prestur við Hallgrímskirkju og samdi Hörður lagið við þennan fallega sálm, sem er nr. 904 í Sálmar 2013.

Síðasta lagið eftir Hörð sem flutt verður á sunnudaginn er við bænina “Faðir vor” en lagið er tileinkað sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni þáverandi sóknarpresti í Hallgrimskirkju og konu hans, Ingu Þóru Geirlaugsdóttur, en lagið var mjög oft flutt af Friðrik S. Kristinssyni og Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju, meðan kórinn starfaði þar. Það er nr. 953 í Sálmar 2013.

Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Hallgrímskirkju.

ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR!