Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 8. júní nk. kl. 17.

Hallgrímskirkja
Messa með fögrum vor – og sumarsálmum sunnudaginn 17. maí kl. 11- messuhald hefst að nýju í Hallgrímskirkju
15/05/2020
Hallgrímskirkja
Mysterium á RÚV 1 sjónvarp á Hvítasunnudag kl. 15 – Upptaka frá opnunartónleikum Kirkjulistahátíðar 2019
29/05/2020

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 8. júní nk. kl. 17.

Hallgrímskirkja

AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju verður haldinn í suðursal Hallgrímskirkju mánudaginn 8. júní nk. kl. 17.

Gengið er inn í horninu Eiríksgötumegin- á móti safni Einars Jónssonar.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og boðið verður upp á veitingar og stórglæsilegu listaári 2019 fagnað.

1) Ávarp formanns

2) Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar

3) Skýrsla listræns stjórnanda

4) Ársreikningur 37. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju borinn upp til samþykktar.

5) Uppgjör Kirkjulistahátíðar 2019 kynnt og borið upp til samþykktar

6) Stjórnarkjör

7) Umræða um breytingar á lögum félagsins

8) Staða Listvinafélagsins – framtíðarsýn- hugmyndir um 40 ára afmæli Listvinafélagsins

9) Önnur mál

Úr stjórninni ganga að þessu sinni dr. Salvör Nordal formaður og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ritari.

Það væri aðstandendum Listvinafélagsins mikil ánægja að sjá sem flesta listvini á fundinum því þar gefst mikilvægt tækifæri til að taka þátt í umræðum og fá nánari fréttir af innri málefnum félagsins. 

Allir félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju eru hjartanlega velkomnir!