Mysterium á RÚV 1 sjónvarp á Hvítasunnudag kl. 15 – Upptaka frá opnunartónleikum Kirkjulistahátíðar 2019

Hallgrímskirkja
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju mánudaginn 8. júní nk. kl. 17.
25/05/2020
Hallgrímskirkja
ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020- Íslenskir organistar leika alla fimmtudaga 25. júní – 20. ágúst  kl. 12.30.
23/06/2020

Mysterium á RÚV 1 sjónvarp á Hvítasunnudag kl. 15 – Upptaka frá opnunartónleikum Kirkjulistahátíðar 2019

Hallgrímskirkja

Á hvítasunnudag kl. 15 sendir RÚV út sjónvarpsupptöku sína af frumflutningi óratóríunnar Mysterium op. 59 eftir Hafliða Hallgrímsson, en verkið var frumflutt á Kirkjulistahátíð þann 1. júní 2019.

Flytjendur voru um eitt hundrað manns, einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi, Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og hátíðarhljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Verkið var pantað af Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

Full ástæða er til að hvetja tónlistaráhugafólk til að missa ekki af þessum sögulega viðburði, en verkið og flutningurinn hefur hlotið einróma lof og var Mysterium m.a. tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem „Tónverk ársins 2019“ í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Verkið verður aðgengilegt á RÚV til 30. júní 2020.