Matthías Harðarson leikur á fjórðu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.30

Kári Þormar
Kári Þormar leikur á þriðju tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30
04/07/2020
Kitty Kovács
Kitty Kovács leikur á fimmtu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 23. júlí kl. 12.30
20/07/2020

Matthías Harðarson leikur á fjórðu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.30

Matthías Harðarson

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020.

Á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju. 

Á fjórðu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.30 leikur Matthías Harðarson Prelúdíu og fúgu í a-moll eftir J.S. Bach, Suite du Deuxième Ton eftir Clérambault og Kóral nr. III í a-moll eftir César Franck.

Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans þar voru þau Gíslína Sól Jónatansdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson og Kittý Kovács. Hann lærði einnig á saxófón undir handleiðslu Stefáns Sigurjónssonar. Að loknu miðprófi á píanó hóf Matthías nám á orgel hjá þáverandi organista Landakirkju, Guðmundi H. Guðjónssyni og síðar hjá Kittý Kovács. Árið 2016 lauk Matthías kirkjuorganista prófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hefur nú ný lokið kantorsprófi sem og BA námi við Listaháskóla Íslands . Þar lærði hann orgelleik hjá Birni Steinari Sólbergssyni, kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni og litúrgískan orgelleik hjá Guðný Einarsdóttur, Eyþóri Inga Jónssyni og Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Samhliða orgelnáminu lagði Matthías stund á Vélstjórn og útskrifaðist sem Vélfræðingur árið 2017. 

Matthías hefur tekið þátt í og skipulagt ýmsa viðburði tengda kirkjunni og má þar nefna þemamessur í Landakirkju. Einnig hefur hann leyst af sem organisti í Landakirkju sem og kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. 

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn.

listavinafelag.is