Kári Þormar leikur á þriðju tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30

Erla Rut Káradóttir
Erla Rut Káradóttir leikur á öðrum tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 2. júlí kl. 12.30
29/06/2020
Matthías Harðarson
Matthías Harðarson leikur á fjórðu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.30
13/07/2020
Sýna allt

Kári Þormar leikur á þriðju tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30

Kári Þormar

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020 , en vegna heimsfaraldursins varð að fresta Alþjóðlegu Orgelsumri 2020 í Hallgrímskirkju. 

Íslenskir organistar munu sjá til þess að Klais-orgel Hallgrímskirkju þagni þó ekki og á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista sem starfa við kirkjur víða um land leika listir sínar í Hallgrímskirkju. 

Á þriðju tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30 leikur Kári Þormar, organisti í Dómkirkjunni, Mars og úr Plánetunum eftir G. Holst, Adagio í C-dúr eftir W.A. Mozart, Prelúdíu og fúgu í G-dúr og Vater unser in Himmelreich eftir Böhm, verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og Finale úr 6.sinfoníu Ch.M.Widor.

Eftir píanónám hjá Jónasi Ingimundar­syni og orgelnám hjá Herði Áskelssyni hélt Kári Þormar í framhaldsnám til Þýskalands þar sem hann lauk A kirkjutónlistar­námi frá Robert Schumann háskólanum í Düsseldorf með 1. einkunn.

Kári hefur haldið fjölda orgeltónkeika, bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á alþjóðlegri orgelhátíð á Álandseyjum og á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Mühl­hausen í Þýskalandi. Hann hlaut styrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar árið 1997. Kári hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanókennari og kórstjóri, en á þeim vettvangi var hann tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna með Kór Áskirkju fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt. Kári tók við stöðu dómorganista árið 2010.

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn.