Leiðsögn um sýningu Helga Þorgils

Tónlist fyrir hina eilífu hvíld á Allra heilagra messu
01/10/2015
20 þúsund sóttu listviðburði í sumar – margt spennandi framundan
13/10/2015
Sýna allt

Leiðsögn um sýningu Helga Þorgils

Næstkomandi sunnudag, þann 11. október kl. 12.30, mun Helgi Þorgils Friðjónsson leiða gesti um sýningu sína Fimm krossfestingar, ský og marmari sem nú stendur yfir í Hallgrímskirkju.

Sýning Helga er stórbrotin, teygir sig víða um kirkjuna og var opnuð á Kirkjulistahátíð í ágúst og mun standa fram að aðventu. Sýningin komst óvænt í fréttirnar fljótlega eftir að hún opnaði þegar skúlptúr hvarf úr anddyrinu en hann fannst þó aftur með fulltingi lögreglunnar.

Þetta er um margt forvitnileg sýning sem vekur spurningar og verður spennandi að fá svör hjá Helga við þeim. Hvers vegna tekur nútímamálari upp á því að mála krossfestingarmyndir samkvæmt gamalli hefð? Og hver er þessi dökkhærði maður sem heldur í hönd hins krossfesta Krists?

Listvinafélagið hlakkar til að sjá sem flesta við þetta tækifæri.