Leiðsögn um sýningu Erlu Þórarinsdóttur á sunnudaginn

Tár, bros og trompetar – Önnur helgi jólatónlistarhátíðarinnar framundan
01/12/2015
Þýskur jólajazz í kvöld og þriðju aðventutónleikar Schola cantorum á morgun
17/12/2015

Leiðsögn um sýningu Erlu Þórarinsdóttur á sunnudaginn

Erla Þórarinsdóttir

Næstkomandi sunnudag, þann 13. desember kl. 12.30, verður sýningarspjall í Hallgrímskirkju. Listakonan Erla Þórarinsdóttir, sem nú sýnir í fordyri kirkjunnar, mun leiða gesti um sýningu sína ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni.

Sýning Erlu nefnist Kvenleikar/Genetrix og samanstendur af blaðsilfurlögðum málverkum. Vinnur Erla með kvenleg form, en í verkunum veltir hún fyrir sér tengslum hinna fornu gyðja allt frá steinöld, þegar guðsmyndin var kvenkyns, til forn-Egyptalands og loks Maríu meyjar.

Listvinafélagið hlakkar til að sjá sem flesta við þetta tækifæri. Sýning Erlu stendur fram á föstu.