Eyþór Franzson Wechner leikur á áttundu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30

Orgel
Eyþór Ingi Jónsson leikur á sjöundu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.30
04/08/2020
Lára Bryndís Eggertsdóttir
Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur á níundu og síðustu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 20. ágúst kl. 12.30
18/08/2020

Eyþór Franzson Wechner leikur á áttundu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30

Eyþór Franzson Wechner

Eyþór Franzson Wechner

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020. Á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju. 

Á áttundu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30 leikur Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduósskirkju verk eftir fjögur tónskáld, Faustas Latenas, Robert Schumann, Alfred Hollins og prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. 

Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. Hann byrjaði að læra á píanó 7 ára gamall en skipti 14 ára yfir á orgel, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Við “Hochschule für Musik und Theater Leipzig” lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prof. Stefan Engels. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduósskirkju og nærsveita, kennir við Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu og við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi og í Ástralíu.

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn.

Athugið að vegna hertra sóttvarnarreglna verða einungis 100 miðar í boði og biðlað er til gesta að virða 2 metra regluna. Sökum strærðar Hallgrímskirkju verður hægt að tryggja 2 metra á milli sæta í kirkjunni.