Winfried Bönig aðalorganisti Kölnardómkirkju á Alþjóðlegu orgelsumri helgina 7. og 8. júlí

Los Angeles Children's Chorus
Hinn margverðlaunaði Los Angeles Children’s Chorus gestur Alþjóðlegs orgelsumars mánudagskvöldið 2. júlí
28/06/2018
Thierry Escaich
THIERRY ESCAICH organisti St. Étienne- de Mond kirkjunnar í París á tónleikum helgarinnar 21. og 22. júlí
20/07/2018
Sýna allt

Winfried Bönig aðalorganisti Kölnardómkirkju á Alþjóðlegu orgelsumri helgina 7. og 8. júlí

Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju

Helgarorganisti vikunnar er hinn heimsþekkti Winfried Bönig aðalorganisti í Kölnardómkirkju, en það er ein eftirsóttasta organistastaða í heiminum. Laugardaginn 7. júlí kl. 12 leikur hann verk eftir Vierne, Herbert Howells ásamt Prelúdíu og fúgu í a-moll eftir Bach og Battagliu eftir Johann Caspar Kerll. Miðaverð kr. 2.000.

Á aðaltónleikum vikunnar, sunnudaginn 8. júlí kl. 17, leikur Winfried Bönig svo verk eftir Karg-Elert, Widor, Chaconne í d-moll eftir Bach og auk þess hið fræga Adagio eftir Samuel Barber. Miðaverð kr. 2.500.

Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is

Laugardagur 7. júlí kl. 12.00: Winfried Bönig, aðalorganisti Kölnardómkirkju

Efnisskrá:

Johann Caspar Kerll 1627‒1693 Battaglia

Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Prelúdía og fúga í a-moll, BWV 543

Herbert Howells 1892‒1983 Psalm Prelude nr. 3

Louis Vierne 1870‒1937 Finale
Úr Orgelsinfóníu nr. 6.

Sunnudagur 8. júlí kl. 17.00: Winfried Bönig, aðalorganisti Kölnardómkirkju

Efnisskrá:

Sigfrid Karg-Elert 1877‒1933 March pontificale, op. 141/3

Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Chaconne í d-moll
Úr Partitu fyrir einleik á fiðlu BWV 1004
Umr.: Wilhelm Middelschulte 1863‒1943

Samuel Barber 1910‒1981 Adagio

Charles-Marie Widor 1844‒1937 Úr Orgelsinfóníu nr. 8, op. 42/4
I Allegro risoluto
VI Adagio
VII Final

Frá 2001 hefur Winfried Bönig verið aðalorganisti Kölnardómkirkju sem er ein virtasta organistastaða í heiminum. Hann er einnig prófessor í orgelleik og spuna við Tónlistarháskólann í Köln og yfirmaður kaþólsku kirkjutónlistardeildarinnar þar.

Winfried Bönig er fæddur árið 1959 í Bamberg, Þýskalandi og stundaði nám í orgelleik, stjórnun og kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í München hjá Franz Lehrndorfer, organista kaþólsku dómkirkjunnar í München. Hann lauk öllum prófum með láði, þar með talið meistaragráðu. Árið 1993 lauk hann doktorsprófi í tónlistarfræði við háskólann í Augsburg.

1984‒1998 var Bönig organisti við Kirkju heilags Jósefs í Memmingen í Bæjaralandi.

Bönig er mjög vinsæll konsertorganisti og hann hefur komið fram víða um heim auk þess sem honum hefur oft verið boðið að leika við vígslu nýrra orgela. Þá hefur hann frumflutt fjölda verka sem hafa verið tileinkuð honum, m.a. verk eftir Jean Guillou, Naji Hakim, Stephen Tharp og Daniel Roth. Þá hafa tónleikaraðir hans þar sem hann hefur leikið öll orgelverk J.S. Bachs, Max Regers og Olivier Messiaen vakið mikla athygli og eru meðal mikilvægustu tónleika hans.

 Bæklingur