VORTÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRSINS í Fella- og Hólakirkju Uppstigningadag fimmtudaginn 18. maí 2023 kl. 20

HEILDARLESTUR PASSÍUSÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í tónlistarhúsinu HÖRPU á föstudaginn langa kl. 12-17
HEILDARLESTUR PASSÍUSÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í tónlistarhúsinu HÖRPU á föstudaginn langa kl. 12-17
04/04/2023
Mótettukórinn
MOZART REQUIEM OG BERNSTEIN CHICHESTER PSALMS – TÓNLEIKAR í ELDBORG HÖRPU 27. ÁGÚST 2023 KL. 17
04/08/2023

VORTÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRSINS í Fella- og Hólakirkju Uppstigningadag fimmtudaginn 18. maí 2023 kl. 20

Mótettukórinn

Mótettukórinn mun syngja inn sumarið á vortónleikum sínum í Fella-og Hólakirkju á uppstigningardag, 18. maí, kl. 20. 

Á efnisskránni verða undurfalleg verk, þar á meðal eftir Bruckner, Brahms, Grieg og Rachmaninoff í bland við norræn sumarljóð. Einnig mun kórinn flytja nokkur af uppáhaldslögum sínum gegnum tíðina.

Stjórnandi á tónleikunum er Bjarni Frímann Bjarnason, sem leysir af Hörð Áskelsson stjórnanda Mótettukórsins. Bjarni hefur m.a. stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Caput og Kammersveitinni í Bergen. Nýverið stjórnaði hann tónleikum Bjarkar í Japan og á tónlistarhátíðinni Coachella í Los Angeles.

Mótettukórinn hefur um áratuga skeið verið meðal fremstu kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins er langur og fjölskrúðugur og hefur kórinn farið í margar tónleikaferðir og sungið í helstu dómkirkjum Evrópu, auk þess sem hann hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum og unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Árið 2021 hlaut Mótettukórinn Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins í Sígildri-og  samtímatónlist þar sem hann hefur áður verið tilnefndur nokkrum sinnum.  

Efnisskrá tónleikanna:

Bruckner: Os Justi

Rachmaninov: Bogoroditse Deva

Rachmaninov: Svete Tihyi

Pearsall: Lay a Garland

Wikander: Kung Liljekonvalje

Petersson-Berger: Som stjärnorna på himmelen

Grieg: Ave maris stella

Jón Nordal: Heilræðavísur

Ísl/Árni Harðarson: Tíminn líður

Brahms: Warum?

Alfvén: Ut i vår hage

Rheinberger: Abendlied

Almennt miðaverð á tónleikana: 4.500 kr.

Listvinir, eldriborgarar og börn: 2.250 kr.

Miðasala á tix.is