360 DAGAR Í GRASAGARÐINUM
myndlist í fjögurra alda minningu Hallgríms Péturssonar í forkirkju Hallgrímskirkju.
Sýningin er unnin fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju.
Listamaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir spjalla út frá verkum sýningarinnar.

Sýningin samanstendur af um 80 ljósmyndum sem mynda saman eitt verk sem sprettur upp úr hugleiðingum eða umþenkingum um líf Hallgríms Péturssonar. Ljósmyndirnar eru allar teknar í frjósömum bakgarði í Brighton á suðurströnd Englands.

Þar er líf Hallgríms sett í samhengi við þá hringrás náttúrunnar sem sjá má myndgerast í skrúðgarði á 360 dögum.

Þar renna saman myndir venjulegs skrúðgarðs, Getsemane og Edens, Hallgríms Péturssonar, Jesú og óbreyttrar mannskepnunnar.

Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Þóra Sigurðardóttir.

Kaffiveitingar verða í boði í suðursal kirkjunnar.

Allir hjartanlega velkomnir!

09/01/2015
Sigtryggur | Listamannaspjall um 365 daga í Grasagarðinum við sýningarlok

Listamannaspjall um 365 daga í Grasagarðinum við sýningarlok | Sunnudaginn 11. janúar kl. 15:00 í Hallgrímskirkju

360 DAGAR Í GRASAGARÐINUM myndlist í fjögurra alda minningu Hallgríms Péturssonar í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýningin er unnin fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Listamaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og rithöfundurinn […]
24/12/2014
Trompetar og orgel

Hátíðarhljómar á Gamlárskvöld

desember Gamlársdagur kl. 17.00 Hátíðarhljómar við áramót.  Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson […]
22/12/2014
Jól með Schola cantorum

Jól með Schola cantorum – Gamlir og nýir söngvar jólanna

Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. desember kl. 17. Tónlistin er úr ýmsum áttum en einkennist öll af hátíðlegum andblæ jólahátíðarinnar þar sem […]