Tómas Guðni Eggertsson leikur á sjöttu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 30. júlí kl. 12.30

Kitty Kovács
Kitty Kovács leikur á fimmtu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 23. júlí kl. 12.30
20/07/2020
Orgel
Eyþór Ingi Jónsson leikur á sjöundu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.30
04/08/2020
Sýna allt

Tómas Guðni Eggertsson leikur á sjöttu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 30. júlí kl. 12.30

Tómas Guðni Eggertsson

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020.

Á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju. 

Á sjöttu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 30. júlí kl. 12.30 leikur Tómas Guðni Eggertsson organisti við Seljakirkju hið fræga Adagio eftir Albinoni, Tokkötu og fúgu í d-moll og sálmforleikinn O Mensch, bewein’ dein’ Sünde groß eftir Bach ásamt kafla úr verkinu L’Ascension eftir Messiaen.

Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum undir handleiðslu Vilhelmínu Ólafsdóttur vorið 1996. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar vorið 2007 og kantorsprófi vorið 2008. Aðalkennari hans þar var Björn Steinar Sólbergsson. Tómas Guðni hefur starfað sem píanókennari, blásarakennari og organisti og hefur verið tónlistarstjóri Seljakirkju frá árinu 2009. Hann kemur reglulega fram sem einleikari eða meðleikari með kórum, söngvurum og hljóðfæraleikurum úr ólíkum tónlistarkimum.

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn.