Sýningarleiðsögn Rósu Gísladóttur í Ásmundarsafni fyrir félaga í Listvinafélaginu í Reykjavík 13. mars sl.

HEILDARLESTUR PASSÍUSÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í HÖRPU
HEILDARLESTUR PASSÍUSÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR í HÖRPU föstudaginn langa 15. apríl nk. kl 12-17
08/04/2022
Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið
Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið
16/05/2022

Sýningarleiðsögn Rósu Gísladóttur í Ásmundarsafni fyrir félaga í Listvinafélaginu í Reykjavík 13. mars sl.

Sýningarleiðsögn Rósu Gísladóttur í Ásmundarsafni fyrir félaga í Listvinafélaginu í Reykjavík

Það var ánægjuleg upplifun þegar listvinum var boðið upp á sýningarleiðsögn í Ásmundarsafni 13. mars sl. á sýninguna LOFTSKURÐUR þ.s. myndhöggvarar tveggja tíma, Rósa Gísladóttir og Ásmundur Sveinsson, mætast í afar glæsilegri sýningu.

Rósa leiddi listvini um sýninguna, þ.s. stórkostleg ný listaverk hennar prýða Ásmundarsafn og kallast á við verk gamla meistarans og einnig eru vinnustofur þeirra beggja settar upp í rýminu. Það var afar fróðlegt að skoða sýningu Rósu í Ásmundarsafni með góðum hópi listvina í þessu fallega sögufræga safni við Sigtún í Reykjavík.

Sýningarleiðsögn Rósu Gísladóttur í Ásmundarsafni fyrir félaga í Listvinafélaginu í Reykjavík

Rósa hefur setið í stjórn Listvinafélagsins frá árinu 2015 en hún sá um sýningarstjórn á vegum Listvinafélagsins allt fram til ársins 2020 þegar sýningarhald lagðist af vegna heimsfaraldursins og var hún formaður á mjög erfiðum tíma í sögu félagsins fram til haustins 2021 og situr enn í stjórninni.

Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða hérlendis og erlendis, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary. Árið 2020 var Rósa fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna sem eru veitt framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

Vonandi geta sem flestir notið þessarar glæsilegu sýningar sem stendur til 7. ágúst 2022.

Hér eru nánari upplýsingar um sýninguna.