Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið

Sýningarleiðsögn Rósu Gísladóttur í Ásmundarsafni fyrir félaga í Listvinafélaginu í Reykjavík
Sýningarleiðsögn Rósu Gísladóttur í Ásmundarsafni fyrir félaga í Listvinafélaginu í Reykjavík 13. mars sl.
11/04/2022
Jólaóratórían í Hörpu
AÐALFUNDARBOÐ- aðalfundur Listvinafélagsins i Reykjavík í Björtuloftum miðvikudaginn 8. júní nk. kl. 17.
25/05/2022
Sýna allt

Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið

Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið

Passíusálmadagskrá Listvinafélagsins í samvinnu við Hörpu á föstudaginn langa 15. apríl sl. var vel sótt og vakti lestur Halldórs Haukssonar mikla athygli og hrifningu áheyrenda.

Fréttastofa RÚV gerði flutningnum mjög góð skil bæði í hádegisfréttum RÚV (smellið hér) og sjónvarpskvöldfréttum föstudagsins langa (sjá hér) og frétta- og myndatökumenn komu við í Hörpu þar sem Halldór flutti sálmana frá upphafi til enda milli kl. 12 og 17.30 en inn á milli sungu Mótettukórinn og Schola Cantorum valin lög við sálma Hallgríms Péturssonar og einnig verk eftir Byrd og Purcell undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Einnig söng Lilja Dögg Gunnarsdóttir einsöng án undirleiks undir lok dagskrárinnar.

Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið

Með þessu var boðið upp á flutning þessa mikilvæga bókmenntaverks Íslendinga í nýju umhverfi, sem féll í mjög góðan jarðveg og var stöðugt flæði fólks allan tímann.