Spennandi orgeltónleikar laugardaginn 29.9. 2018 – Frumflutningur á verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson

Trond Kverno - Norwegian priest and composer
Heimsþekkta norska tónskáldið Trond Kverno gestur í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. september kl. 11
07/09/2018
Hallgrímskirkja
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju á Siðbótardaginn miðvikudaginn 31.október nk. kl. 17
17/10/2018

Spennandi orgeltónleikar laugardaginn 29.9. 2018 – Frumflutningur á verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson

Hallgrímskirkja - Orgel

Bandaríski orgelleikarinn James David Hicks heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju nk. laugardag 29. september kl. 17, þ.s. hann frumflytur m.a. verk eftir tvö íslensk tónskáld, Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson.

James David Hicks

James David Hicks

Yfirskrift tónleikanna er Norræn orgeltónlist, en James hefur undanfarin ár lagt ríka áherslu á að auðga orgelbókmenntir Norðurlandanna með þvi að panta verk frá norrænum tónskáldum. Þessi verk hefur hann einnig hljóðritað fyrir geisladiska á mörg frægustu orgel Norðurlandanna og mun hann taka upp geisladisk á Klaisorgel Hallgrimskirkju á næstunni sem kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Pro Organo.

Gunnar Andreas KristinssonÁ tónleikunum á laugardaginn frumflytur James D. Hicks meðal annars orgelverkin „Lingua“ (2018) eftir Gunnar Andreas Kristinsson og „Himna smiður“ (2017) eftir Sigurð Sævarsson, sem hann hann pantaði frá þeim.

Tónleikarnir eru frábær vitnisburður um mikinn áhuga Hicks á norrænni tónlist, en hann leikur einnig verk eftir Kristian Blak, Fredrik Sixten, Nils Lindberg, Lars Karlsson (frumflutningur), Anders Börjesson, Jesper Madsen og „Fantasía um Ísland, farsæla frón“ eftir  Hildigunni Rúnarsdóttur.

James D. Hicks er fæddur í Bandaríkjunum og lauk m.a. prófgráðum í tónlist við háskólana í Yale og Cincinatti, en hann starfaði m.a. í 26 ár við Biskupakirkjuna í Morristown í New  Jersey. Hann hefur haldið tónleika víða um heim og á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að Norðurlöndunum þar sem hann hefur einnig dvalið við upptökur og tónleikahald.

Sigurður Sævarsson

Sigurður Sævarsson

Listvinum er boðið á tónleikana og væri ánægjulegt að sem flestir gætu verið viðstaddir frumflutningana, sem svo skemmtilega vill til að eru eftir formann Listvinafélagsins, Sigurð Sævarsson og tónleikastjóra Alþjóðlegs orgelsumars 2018, Gunnar Andreas Kristinsson. 

Sannarlega mikil og falleg gróska í orgelflórunni með Klais orgeli Hallgrímskirkju!

Almennt miðaverð er 2500 kr og er miðasala við innganginn klst. fyrir tónleikana og á midi.is.

20% afsláttur er fyrir eldri borgara og öryrkja og nemendur fá 50% afslátt.

NORRÆN ORGELTÓNLIST

FRUMFLUTT VERÐA VERK EFTIR 
GUNNAR ANDREAS KRISTINSSON, SIGURÐ SÆVARSSON OG LARS KARLSSON

Efnisskrá:

Fantasía um Ísland, farsælda Frón*(2015) Hildigunnur Rúnarsdóttir (b.1964) 

The Vikings Arthur Wills (b.1926)

Nordic Variations* (2018) Fredrik Sixten (b.1962) (based on the Íslandic folktune Sofðu unga ástin mín)

Himna smiður*(2017) World Premiere Sigurður Sævarsson (b.1963)

Leksand Tune (from Dalecarlian Reflections*, 2016) Nils Lindberg (b.1933)

Who Can Sail Without The Wind* (2018) World Premiere Lars Karlsson (b.1953)

Three Settings of Folk Themes From Greenland* (2017) Kristian Blak (b.1947) Umiaq – Qujaq – Ajukutook

Toccata (from Tre stycken) Anders S. Börjesson (b.1975)

Lingua*(2018) World Premiere Gunnar Andreas Kristinsson (b.1976) 

PrætoriusVariationer Jesper Madsen (1957-1999)

(* denotes commissioned work by James D. Hicks)

 Bæklingur