Salómon með fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Spásýnir og handanheimar – Myndlistasýning byggð á Sólarljóðum
11/02/2016
Pétur og úlfurinn og Krossganga Krists helgina 19. og 20. mars
10/03/2016
Sýna allt

Salómon með fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2015 hafa verið tilkynntar. Listvinavélaginu til mikillar gleði hefur stærsti viðburður Kirkjulistahátíðar 2015, Óratórían Salómon, verið tilnefnd sem tónlistarviðburður ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.9048

Salómon hlaut alls fjórar tilnefningar. Í fyrsta lagi eru Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson tilnefnd sem flytjendur ársins. Í umsögn dómnefndar segir:

Flutningur á Óratóríu Salómons eftir G. F. Händel má teljast til stórtíðinda í íslensku tónlistarlífi á síðasta tónleikaári. Viðburðurinn fór fram á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og voru flytendur Alþjóðlega barokksveitin frá Den Haag, Mótettukór Hallgrímskirkju og einvalalið einsöngvara undir öruggri stjórn Harðar Áskelssonar sem stjórnaði af miklu innsæi og listfengi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi óratoría Händels er flutt hérlendis og má með sanni segja að það hafi verið gert með eftirminnilegum hætti.

 Flutningur Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar á hinni stórbrotnu óratoríu Händels Salómon var í senn glæsilegur og fullur af blæbrigðum. Mótettukórinn var í sínu besta formi og bauð tónleikagestum upp á áhrifamikla túlkun og er hljómurinn í kórnum afar jafn og fágaður. Þessi flutningur verður lengi í minnum hafður.

8953 Einnig eru einsöngvararnir frábæru úr Salómoni allir tilnefndir sem söngvarar og söngkonur ársins, þau Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson, Oddur og Sigríður Ósk meðal annars fyrir flutning sinn í Salómoni. Eru þau sannarlega vel að því komin, en samkvæmt dómnefndarfólki áttu allir söngvararnir sérstaklega glæsilegt og eftirminnilegt söngár.9020

Þá má geta þess að kammersveitin frábæra, Nordic Affect, er einnig tilnefnd til verðlauna fyrir störf sín á síðasta ári, en sveitin hélt einmitt afar vel heppnaða tónleika á Kirkjulistahátíð.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt föstudaginn 4. mars. Listvinafélagið er sannarlega stolt af blómlegu tónlistarlífi Hallgrímskirkju.