Nýsköpun næstu tvær helgar

Trompetar, pákur og Fæðing frelsarans um jól og áramót
20/12/2015
Ómennskt orgel – Rafmögnuð nýsköpun í Hallgrímskirkju um helgina
27/01/2016

Nýsköpun næstu tvær helgar

Næstu tvær helgar verða afar spennandi tónleikar á vegum Listvinafélagsins þar sem nýsköpun leikur stórt hlutverk. Nú um helgina, laugardaginn 23. janúar kl. 14.00, verða tónleikar í tónleikaröð sem Listvinafélagið og Listaháskólinn standa að í sameiningu og hófst á síðasta ári. Þar koma fram söng- og hljóðfæranemendur úr skólanum og flytja meðal annars glæný verk eftir nemendur tónsmíðadeildar.

Markmiðið með þessu samstarfi er að kynna nemendur skólans fyrir töfrum Klaisorgelsins og rými kirkjunnar til tónlistarflutnings og á sama tíma bjóða listvinum kirkjunnar tækifæri til að heyra hvað hæfileikaríkir nemendur tónlistardeildar hafa fram að færa. Ekkert kostar inn á tónleikana.

Helgina á eftir, sunnudaginn 31. janúar kl. 17.00, verða síðan orgeltónleikarnir Á mörkum hins mannlega. Hópur tónskálda nýtir sér hinn nýja midi-búnað Klaisorgelsins til að skapa verk sem eru langt ofar mannlegri getu í flutningi.

Dagskrá tónleikanna á laugardag er eftirfarandi:

 

Guðmundur Óli Norland Myndvakningar í tveimur köflum

Stefán Ólafur Ólafsson – klarinett

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir – fiðla

Unnur Jónsdóttir – selló

Guðmundur Óli Norland – píanó

Úlfar I. Haraldsson – stjórnandi

 

Þorsteinn Gunnar Friðriksson No. 3

Hilma Kristín Sveinsdóttir – klarinett

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir – fiðla

Heiður Lára Bjarnadóttir – selló

 

Arna Margrét JónsdóttirÓskýrt

Stefán Ólafur Ólafsson – klarinett

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir – fiðla

Unnur Jónsdóttir – selló

Friðrik Guðmundsson – píanó

 

Kjartan HólmAfstöður

Sigríður Hjördís Indriðadóttir – flauta

Hilma Kristín Sveinsdóttir – klarinett

Kristín Þóra Pétursdóttir – bassaklarinett

Ásthildur Ákadóttir – fagott

Tryggvi M. Baldvinsson – stjórnandi

 

Friðrik GuðmundssonTiamat

Stefán Ólafur Ólafsson – klarinett

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir – fiðla

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir – fiðla

Fidel Atli Quintero Gasparsson – víóla

Unnur Jónsdóttir – selló

 

Gylfi GudjohnsenÁtta kanónar

Gylfi Gudjohnsen – orgel

 

Rögnvaldur Konráð HelgasonBlá

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir – flauta, pikkólóflauta

Hilma Kristín Sveinsdóttir – klarinett

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir – fiðla

Lilja María Ásmundsdóttir – píanó

 

Daníel HelgasonJeté

Stefán Ólafur Ólafsson – klarinett

 

Sóley SigurjónsdóttirSkrítla

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir – fiðla

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir – fiðla

Fidel Atli Quintero Gasparsson – víóla

Agnes Eyja Gunnarsdóttir – víóla

Hjörtur Páll Eggertsson – selló

Heiður Lára Bjarnadóttir – selló

Ingvi Rafn Björgvinsson – kontrabassi

Ari Hróðmarsson – stjórnandi