Opnun Himinhvelfingar

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju
„Ó sól mín lífs“ – Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju
25/11/2016
Björn Steinar Sólbergsson
Jólaorgeltónleikar NOËL NOËL sunnudaginn 11. des kl. 17
10/12/2016

Opnun Himinhvelfingar

Málfríður Aðalsteinsdóttir

Opnun listsýningar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. nóv. kl. 12.15

Listsýning Málfríðar Aðalsteinsdóttur, Himinhvelfingar, mun opna næstkomandi sunnudag, þann 27. nóvember, kl. 12:15, í Hallgrímskirkju. Opnunin markar upphaf 35. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju.  Málfríður sýnir ný verk í forkirkjunni og verður opnunin við messulok. Boðið verður upp á veitingar í suðursalnum og eru allir velkomnir.

Kveikjan að sýningu Málfríðar var hvolfþak Panþeons í Róm en hún tekst á við merkingu og formgerð hvolfþaka í mismunandi trúarbrögðum og menningu í verkum sínum. Panþeon var upphaflega byggt sem heiðið hof en síðar umbreytt í kaþólska kirkju. Til samanburðar sýnir Málfríður hvolfþök frá öðrum menningarheimum en þeim evrópska, s.s. Turba Sitta Zubayda í Írak og indversk mynstur úr hofum og höllum. Málfríður Aðalsteinsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur um árabil búið og starfað í Osló.

Í verkum hennar má aðallega greina tvö þemu: Annars vegar hrjóstruga náttúruna á norðlægum slóðum og hins vegar handverkshefðina og menningararfinn.

Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. Sýningin stendur til 19. febrúar 2017.

Pdf - Icon Sýningarskrá Málfríðar