LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar

Lára Bryndís Eggertsdóttir
Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur á níundu og síðustu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 20. ágúst kl. 12.30
18/08/2020
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju í Háuloftum Hörpu miðvikudaginn 26. maí nk. kl. 17
12/05/2021

LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar

LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar

LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF
Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar.

Þrjú skáld af yngri kynslóð kallast á við sálmaskáld frá fyrri öldum.

Nútímaskáldin flytja ljóð sín, sem þau hafa frumsamið af þessu tilefni, og segja um leið frá þeim áhrifum sem eldri kveðskapur getur haft.

Fram koma skáldin Arngunnur Árnadóttir, Fríða Ísberg og Ægir Þór Jähnke, auk Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem flytur inngang að dagskránni. 

Björg Brjánsdóttir flautuleikari leikur einleik milli dagskráratriða. 
Umsjón hefur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Aðgangur er ókeypis og einnig býðst gestum ljóðadagskrárinnar að skoða safnið án endurgjalds fyrir viðburðinn. 

Nánar:
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 39. STARFSÁR 
LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar.

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir ljóðadagskrá í Listasafni Einars Jónssonar nk. laugardag kl. 16.

Þar koma fram þrjú skáld af yngri kynslóðinni og flytja frumsamin ljóð, sem þau hafa samið undir áhrifum sálmaskálda frá fyrri öldum.
Skáldin sem fram koma eru Arngunnur Árnadóttir, Fríða Ísberg og Ægir Þór Jähnke, auk Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem flytur inngang að dagskránni.

Tímasetning dagskrárinnar er tengd viku bókarinnar sem nú stendur yfir en alþjóðlegur dagur bókarinnar er deginum áður, föstudaginn 23. apríl.

Björg Brjánsdóttir flautuleikari leikur einleik milli dagskráratriða.

Dagskráin verður í græna salnum niðri, og gætir safnið vel að öllum sóttvarnarreglum og verður stillt upp númeruðum sætum. 

Gestir sem vilja tryggja sér aðgang eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir fram með nafni og símanúmeri á [email protected] svo hægt sé að taka frá sæti.

 Aðgangur er ókeypis og einnig býðst gestum ljóðadagskrárinnar að skoða safnið án endurgjalds fyrir viðburðinn.

Umsjónarmaður er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður.