Kitty Kovács leikur á fimmtu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 23. júlí kl. 12.30

Matthías Harðarson
Matthías Harðarson leikur á fjórðu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.30
13/07/2020
Tómas Guðni Eggertsson
Tómas Guðni Eggertsson leikur á sjöttu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 30. júlí kl. 12.30
27/07/2020
Sýna allt

Kitty Kovács leikur á fimmtu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 23. júlí kl. 12.30

Kitty Kovács

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020.
Á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju.

Á fimmtu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 23. júlí kl. 12.30 leikur Kitty Kovács Trio en passacaille eftir A. Raison, Passacaglia BWV 582 eftir J.S. Bach, Evening song eftir Z. Kodály, Allegretto eftir A. Guilmant og Choral-Improvisation eftir Ch. Tournemire.

Kitty Kovács er fædd í Győr í Ungverjalandi árið 1980 og útskrifaðist árið 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. Eftir útskriftina starfaði hún sem undirleikari í Győr og lagði síðan stund á undirleikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Búdapest. Á námsárum sínum vann hún í píanókeppnum, m.a. árið 1997 í Salt Lake City og árið 2000 varð hún í 3. sæti í Chopin keppninni. Kitty kom til Íslands árið 2006 og hefur starfað sem píanókennari og organisti, frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti við Landakirkju í Vestmannaeyjum og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Frá árinu 2012 hefur Kitty stundað orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og vorið 2017 lauk hún kantorsnámi þaðan. Ári síðar lauk hún þaðan námi í einleiksáfanga.

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn.