Kirkjulistahátíð og Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk
29/01/2020
Karlotta Blöndal
Í ANDDYRINU- SÝNING KARLOTTU BLÖNDAL Í FORKIRKJU HALLGRÍMSKIRKJU
08/04/2020

Kirkjulistahátíð og Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Íslensku tónlistarverðlaunin

Það er aðstandendum Listvinafélags Hallgrímskirkju og Kirkjulistahátíðar mikill heiður og gleði að Kirkjulistahátíð sé nú í fyrsta sinn tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem „Tónlistarviðburður ársins“, en verðlaunaafhendingin fer fram í kvöld.

Einnig er tónverkið Mysterium op. 53 eftir Haflíða Hallgrímsson tilnefnt sem „Tónverk ársins“, en verkið var pantað af Listvinafélagi Hallgrímskirkju og frumflutt á opnunartónleikum Kirkjulistahátíðar 1. júní sl. og hlaut mikið lof allra sem á hlýddu.

Einnig eru margar aðrar tilnefningar tengdar flytjendum sem voru í stórum hlutverkum á Kirkjulistahátíð og eru m.a. Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur Arnþór Jónsson bassi og Herdís Anna Jónasdóttir sópran tilnefnd í flokknum Söngvari/ söngkona ársins og nýr geisladiskur Umbra „LLIBRE VERMELL- Maríusöngvar frá miðöldum“ með efnisskránni sem flutt var á Kirkjulistahátíð í júní sl. er einnig tilnefndur.

Verðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld, miðvikudaginn 11. mars og verður bein útsending  á RÚV 2 og RÚV og hefst útsending kl. 18.30 á RÚV 2.

Hér að neðan eru þeir sem tilnefndir eru í flokknum Hátíðir og Tónverk ársins og umsagnir dómnefnda:

Sígild og samtímatónlist – Tilnefningar fyrir tónlistarárið 2019

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Listvinafélag Hallgrímskirkju : Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Myrkir músíkdagar : Myrkir Músíkdagar 2019
Reykjavík midsummer music : Reykjavík midsummer music 2019

TÓNVERK ÁRSINS:
Enigma – Anna Þorvaldsdóttir
Music to accompany your sweet splatter dreams – Bára Gísladóttir
Mysterium op. 53 – Hafliði Hallgrímsson
Crevace, konsert fyrir flautu og fagott – Páll Ragnar Pálsson
Lendh – Veronique Vaka

Umsögn dómnefndar:

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hátíðin einkenndist af breidd í verkefnavali þar sem nýrri tónlist og eldri var fléttað saman með góðum árangri. Upphafs- og lokatónleikar mynduðu sterkan ramma um hátíðina en auk þeirra voru tónleikar Georgiu Brown og barokksveitar Hallgrímskirkju einkar vel heppnaðir.

TÓNVERK ÁRSINS
Mysterium op. 53
Hafliði Hallgrímsson
Fágað og innihaldsríkt verk þar sem tónlist og texti mynda sterka heild og samspil kórs, orgels, hljómsveitar og einsöngvara er listilega útfært. Markvert og nútímalegt framlag til íslenskrar kirkjutónlistar.