Fyrsti erlendi stjörnuorganisti sumarsins stígur á svið um helgina

Schola Cantorum
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju, vika 2 (20.- 24. júní 2018)
20/06/2018
Los Angeles Children's Chorus
Hinn margverðlaunaði Los Angeles Children’s Chorus gestur Alþjóðlegs orgelsumars mánudagskvöldið 2. júlí
28/06/2018

Fyrsti erlendi stjörnuorganisti sumarsins stígur á svið um helgina

Hallgrímskirkja

Klukkur Westminster og fleiri fræg verk með Elísabetu Þórðardóttur á fimmtudagstónleikum 28. júní 2018.

Á fyrstu orgeltónleikum vikunnar, fimmtudaginn 28. júní kl. 12 leikur organisti Kálfatjarnarkirkju, Elísabet Þórðardóttir, sem nýlokið hefur einleikaraáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Á efnisskránni er hin dásamlega 5. orgelsónata Mendelssohns, hið þekkta Andante cantabile eftir Widor auk verka eftir Gigout og hið heimsþekkta Vierne (Carillon de Westminister). Miðaverð kr. 2.000.

Hallgrímskirkja

Laugardaginn 30. júní kl. 12 er komið að fyrstu alþjóðlegu orgelstjörnu sumarsins, Irenu Chřibková frá Tékklandi, sem er aðalorganisti við hina frægu Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Irena mun leika verk eftir Bernando Storace, Jean-Marie Plum, Konsert í h-moll eftir Walther og Marche religieuse eftir Guilmant sem byggist á einum af þekktu kórköflunum í óratóríunni Messías eftir Handel. Miðaverð kr. 2.000.

Irena Chřibková verður aftur á ferðinni sunnudaginn 1. júlí kl. 17 með klukkutíma orgelveislu. Þá munu hljóma verk eftir Balbastre, Mac-Master, Josef Suk, Petr Eben auk Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach og Fantasíu um sinfóníska ljóðið Vyšehrad (Hái kastali) eftir Josef Klička, en verkið byggir á samnefndum kafla úr Föðurlandi mínu eftir Smetana. Miðaverð kr. 2.500.

Miðasala í Hallgrímskirkju hefst klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is.

Elísabet Þórðardóttir

Elísabet Þórðardóttir

28. júní kl. 12.00: Elísabet Þórðardóttir, organisti Kálfatjarnarkirkju

Efnisskrá:

Felix Mendelssohn Bartholdy 1809‒1847 Sónata op. 65, nr. 5

Andante, Andante con moto, Allegro

Eugène Gigout 1844‒1925 Tokkata

Charles Marie Widor 1845‒1937 Andante cantabile

Úr / From: Orgelsinfónía nr. 4 op. 13/4

Louis Vierne 1870‒1937 Carillon de Westminster op. 54 nr. 6

Úr / From: Pieces de fantasie

Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum árið 2001 og voru kennarar hennar þar Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001–2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi í maí 2017 og einleikaraáfanga vorið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún hefur starfað sem píanókennari og undirleikari við  Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðan 2006, verið organisti Kálfatjarnarkirkju frá 2012 og meðfram því organisti í hlutastarfi við Laugarneskirkju frá 2017.

Irena Chřibková

Irena Chřibková

30. júní kl. 12.00: Irena Chřibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

Efnisskrá:

Bernardo Storace 1637‒1707 Ballo della battaglia

Johann Gottfried Walther 1684‒1748 Konsert í h-moll

Umr./Trans.: Joseph Meck 1690‒1758 Allegro – Adagio – Allegro

Jean-Marie Plum 1899‒1944 Theme varié

Alexandre Guilmant 1837‒1911 Marche religieuse

við stefið / to the theme Lift Up Your Heads

úr / from Messías eftir / by G.F. Händel

1. júlí kl. 17.00: Irena Chřibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

Efnisskrá:

Claude Balbastre 1724‒1799 Prelúdía og fúga í d-moll

Georges Mac-Master 1862‒1898 Offertoire, op. 43

Toccata í A-dúr, op. 67

Josef Suk 1874‒1935 Meditation on Saint Wenceslas

Úts./Trans: František Picka 1883‒1918 chorale op. 35

Petr Eben 1929-2007 Stúdentasöngvar og Sálumessa

Student Songs og Requiem

úr Orgelverkinu um Faust / from the organ cycle Faust

Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Tokkata og fúga í d-moll (dórísk), BWV 538

Josef Klička 1855‒1937 Fantasía um sinfóníska ljóðið

Vyšehrad (Hái kastali),

1. kafli Föðurlands míns eftir Bedřich Smetana, op. 33/1 /

Fantasy on the symphonic poem “Vyšehrad” (High Castle),

I part of My Fatherland by Bedřich Smetana. op. 33/1

Irena Chřibková er aðalorganisti Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Þar hefur hún lagt grunninn að mörgum kirkjutónleikaröðum, m.a. Alþjóðlegri orgelhátíð heilags Jakobs sem er talin með fremstu tónlistarhátíðum í Evrópu. Þá eru sunnudagstónleikar hennar „Hálftíma orgeltónlist í basilíkunni“ mjög vinsælir.

Irena Chřibková stundaði nám við Kroměříž Tónlistarskólann hjá K. Pokora, við Listaakademíuna í Prag hjá próf. M. Šlechta og í París hjá Susan Landale. Góð frammistaða í alþjóðlegum orgelkeppnum lagði grunninn að vinsældum hennar sem konsertorganista og hún hefur komið fram víða um heim auk þess að vinna með leiðandi tónlistarmönnum, kórum og hljómsveitum.

Tónverkaskrá Irenu nær frá barokktímabilinu til nútímans með sérstaka áherslu á franska orgeltónlist, verk J. S. Bachs og tékkneska tónlist, m.a. eftir fyrirrennara sína við orgelið í basilíkunni. Hún er einnig virtur kennari í orgelleik í heimalandi sínu.

 Bæklingur