ELKE ECKERSTORFER organisti St. Augustin í Vínarborg á tónleikum helgarinnar 4. og 5. ágúst

Kári Þormar
Kári Þormar dómorganisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 2. ágúst
01/08/2018
Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju
Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 9. ágúst
07/08/2018

ELKE ECKERSTORFER organisti St. Augustin í Vínarborg á tónleikum helgarinnar 4. og 5. ágúst

Elke Eckerstorfer

Elke Eckerstorfer stundaði framhaldsnám í orgelleik, píanóleik og semballeik við Tónlistarháskólann í Vín og veturinn 2000/2001 var hún í námi hjá Bouvard og Latry við Þjóðartónlistarháskólann í París. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leik sinn og hún hefur ferðast til flestra landa Evrópu og til Japans í tengslum við tónleikahald.

Fyrir utan að vera einn af organistum í Kirkju heilags Ágústínusar í Vínarborg kennir hún einnig við Tónlistarháskóla borgarinnar.

Laugardaginn 4. ágúst kl. 12 leikur Elke Eckerstorfer verk eftir Bach (Tokkata & fúga í d-moll), Saint-Säens, Brahms og Petrali. Miðaverð kr. 2.000. 

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach 1685‒1750
Toccata und Fuge d-moll, BWV 565

Camille Saint-Saëns 1835‒1921 Danse macabre, op.40
Úts. Edwin Lemare 1865‒1934

Johannes Brahms 1833‒1897 Herzlich tut mich erfreuen
úr 11 Choralvorspiele op.post.122

Vincenzo Petrali 1830‒1889 Sonata Finale

Sunnudaginn 5. ágúst kl. 17 leikur Elke Eckerstorfer verk eftir Heredia, Bach, Mozart, Saint-Säens, Sulzer, Brahms og Liszt (Präludium und Fuge über BACH). Miðaverð kr. 2.500. 

Efnisskrá:

Sebastián Aguiléra de Heredia 1561‒1627
Obra de 8° tono – Ensalada

Johann Sebastian Bach 1685‒1750
Prelúdía og fúga í D-dúr, BWV 532

Wolfgang Amadeus Mozart 1756‒1791 Sónata í F-dúr, KV 244
Úts. Zigmond Szathmáry *1939

Camille Saint-Saëns 1835‒1921 Danse macabre, op. 40
Úts. Edwin Lemare 1865‒1934

Balduin Sulzer *1932 Phantasia quasi improvisata, 2016

Johannes Brahms 1833‒1897 Herzlich tut mich erfreuen
úr 11 Choralvorspiele op.post.122

Franz Liszt 1811‒1886 Präludium und Fuge über BACH

Miðar eru seldir í kirkjunni klukkutíma fyrir tónleikana og á www.midi.is