Draumurinn- á leið á landnemaslóðir – VOKAL NORD og Schola cantorum- tónleikar fimmtudaginn 3. maí kl. 20

Tónlistarmenn framtíðarinnar
Séð frá tungli / tónlistarmenn framtíðarinnar í Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14
26/04/2018
VOTIV- ÁHEIT
Sýning Ingu S. Ragnarsdóttur VOTIV- ÁHEIT opnuð á Hvítasunnudag kl. 12.15 í Hallgrímskirkju
17/05/2018

Draumurinn- á leið á landnemaslóðir – VOKAL NORD og Schola cantorum- tónleikar fimmtudaginn 3. maí kl. 20

VOKAL NORD

VOKAL NORD. Mynd: Øivind Arvola

Kammerkórinn VOKAL NORD, sem talinn er í röð fremstu kóra Noregs, heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og Schola cantorum í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 3. maí kl. 20.

Kórinn er á leið til Seattle í Bandaríkjunum, þ.s. hann syngur við hátíðaropnun hins nýja landnemasafns, NORDIC HERITAGE MUSEUM í Seattle 5. og 6. maí undir stjórn Harðar Áskelssonar. Kórinn, sem er skipaður atvinnutónlistarmönnum er rekinn með styrk frá norska ríkinu og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir söng sinn. Ýmsir frægir gestastjórnendur hafa unnið með kórnum eins og Erik Eriksson, Erik Westberg, Paul Mc Cresh o fl.

Schola cantorum

Schola cantorum

Á tónleikunum í Hallgrímskirkju kemur Schola cantorum einnig fram sem gestakór með Vokal Nord og syngja kórarnir saman t.d. í verkum eftir Grieg, þ.s. Hafsteinn Þórólfsson er einsöngvari ásamt einum kórfélaga úr Vokal Nord, Harald Bakkeby Moe, og einnig syngja kórarnir saman í nokkrum íslenskum verkum, m.a. eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Tryggva M. Baldvinsson og Þorkel Sigurbjörnsson.

Schola cantorum syngur einnig verk eftir Sigurð Sævarson og Jórunni Viðar, Vökuró, þ.s. Guðmundur Vignir Karlsson tenór syngur einsöng. Vokal Nord hefur einnig lagt áherslu á þjóðlegan arf í söng sínum og spannar efnisskráin allt frá gömlu norsku þjóðlagi yfir í verk eftir Jan Sandström,sem byggir á „joik“ . Björn Anton Drage er listrænn stjórnandi kórsins og eru verk eftir hann einnig á efnisskránni ásamt frægum og þjóðlegum lögum t.d. frá Finnland ( Fjær er hann ennþá).

VOKAL NORD

VOKAL NORD.
Mynd: Yngve S. Olsen

Til gaman smá geta þess að báðir kórarnir sem syngja hér saman voru tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007.

Í tilefni af ferð sinni á landnemaslóðir kemur Vokal Nord fram í norskum þjóðbúningum á tónleikunum.

Miðasala er við innganginn og er miðaverð 2500 kr.

Sjá nánar vokalnord.no og listvinafelag.is

EFNISSKRÁIN:

1. Å, eg veit meg eit land
Adolf Thomsen (1852-1903)
Elias Blix (1836-1902)

2. Neslandskyrkja
Þjóðlag frá Seljord, (radds.) (arr.) Knut Nystedt (1915-2015)
Einsöngur: Jeanette Goldstein

3. Heyr himnasmiður,
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)
Kolbeinn Tumason (ca 1171-1208)

4. Bruremarsj fra Sörfold
þjóðlag (trad) radds. (arr.). Björn Andor Drage;
Einleikur á flautu: Trygve Skipenes Østrem

5. Hvad est Du dog skjön, úr Fjórir sálmar op. 74, (nr 1)
Edward Grieg (1843-1907)
Hans Adolph Brorson (1694-1764)
Einsöngur: Harald Bakkeby Moe

6. I himmelen, úr Fjórir sálmar op. 74, (nr 4)
Edward Grieg (1843-1907)
Laurentius Laurinus (1573–1655)
Einsöngur: Hafsteinn Þórólfsson

7. A sister from the north, byggt á “joik”, Frode Fjellheim (f. 1959)

8. Gjendines bådnlåt, vögguvísa
þjóðlag (trad), radds. (arr). Gunnar Eriksson (f. 1936)

9. Sofðu, unga ástin mín
Þjóðlag (trad.). radds. (arr.) Jón Ásgeirsson (f. 1928)
Jóhann Sigurjónsson (1880–1919)

10. Sulle rulle
barnagæla frá Saltdal, radds. (arr.) Ellert M. Hægeland

11. Pois Pois,
finnskt/kvenskt þjóðlag (trad), radds. (arr.) Björn Andor Drage (f. 1959)
Einsöngur: Jennifer van der Hart

12. Tuoll´on mun kultani, Fjær er hann ennþá
finnskt þjóðlag (trad), radds. (arr.) Bo Holten (f. 1948)
Einsöngur: Irene Snuruås

13. Jiegnaffo,
Jan Sandström (f. 1954), byggt á “joik” eftir Johan Märak

14. Nunc dimittis
Sigurður Sævarsson (f. 1963)

15. Vökuró
Jórunn Viðar (1918-2017)
radds. (arr.) Hafsteinn Þórólfsson (f. 1977)
Einsöngvari: Guðmundur Vignir Karlsson

16. Stóðum tvö í túni
Þjóðlag (trad.). Radds. (arr.) Hjálmar H. Ragnarsson (f. 1952)
Úr Víglundarsögu

17. Grafskrift (Epitaph)
Þjóðlag (trad.). Radds. (arr.) Hjálmar H. Ragnarsson

18. Kvöldvers
Tryggvi M. Baldvinsson (f.1965)

Lög 1,2,4 og 7- 13 sungin af Vokal Nord
Lög 14 -16 sungin af Schola cantorum
Lög 3,5,6, 17 og 18 sungin af báðum kórum