AÐALFUNDARBOÐ- aðalfundur Listvinafélagsins i Reykjavík í Björtuloftum miðvikudaginn 8. júní nk. kl. 17.

Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið
Passíusálmalestri Halldórs Haukssonar í Hörpu afar vel tekið
16/05/2022
GUÐSPJALL MARÍU
GUÐSPJALL MARÍU- heimsfrumflutningur á Listahátíð í Reykjavík annan í hvítasunnu 6. júní 2022 kl. 20
25/05/2022
Sýna allt

AÐALFUNDARBOÐ- aðalfundur Listvinafélagsins i Reykjavík í Björtuloftum miðvikudaginn 8. júní nk. kl. 17.

Jólaóratórían í Hörpu

Aðalfundur Listvinafélagsins i Reykjavík verður haldinn í Björtuloftum í tónlistarhúsinu Hörpu miðvikudaginn 8. júní nk. kl. 17.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og boðið verður upp á léttar veitingar.

Dagskrá aðalfundar:

1) Ávarp formanns

2) Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar

3) Skýrsla listræns stjórnanda

4) Ársreikningur 39. starfsárs Listvinafélagsins í Reykjavík borinn upp til samþykktar.

5) Umræður um starf félagins í nýju umhverfi og viðburði á 40. starfsári

6) Önnur mál

——————–

Allir listvinir eru hjartanlega velkomnir!

Stjórn Listvinafélagsins verður óbreytt og hana skipa:

Hörður Áskelsson listrænn stjórnandi

Alexandra Kjeld formaður

Helgi Steinar Helgason varaformaður

Halldór Hauksson

Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir

Ágúst Ingi Ágústsson

Benedikt Ingólfsson

Halla Björgvinsdóttir

Rósa Gísladóttir

Framkvæmdastjóri Listvinafélagsins er Inga Rós Ingólfsdóttir