Heimsþekkta norska tónskáldið Trond Kverno gestur í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. september kl. 11

Sálmafoss í Hallgrímskirkju á Menningarnótt
Menningarnótt í Reykjavík 2018 -Sálmafoss í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 15 – 21.
17/08/2018
Hallgrímskirkja - Orgel
Spennandi orgeltónleikar laugardaginn 29.9. 2018 – Frumflutningur á verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson
27/09/2018

Heimsþekkta norska tónskáldið Trond Kverno gestur í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. september kl. 11

Trond Kverno - Norwegian priest and composer

Norska tónskáldið Trond Kverno verður heiðursgestur í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. september kl. 11 og verður öll tónlistin, sem flutt er í messunni eftir hann. Kirkjugestir fá sérstakt sálmablað svo þeir geti tekið vel undir í söngnum. 

Trond Kverno, sem er með þekktustu og virtustu tónskáldum Norðurlandanna hefur samið mjög mikið af kirkjutónlist, bæði stór kórverk og sálma. Sálmalög hans þykja sérlega falleg og grípandi og í nýju norsku sálmabókinni eru 27 sálmar með lögum eftir hann.

Í messunni verða einnig flutt þrjú kórverk; Kristur Jesús sem við sjáum, Ave verum corpus og Salutaris Hostia og mun tónskáldið stjórna þessum verkum. 

Organistar í messunni eru Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju og Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt kórfélögum í Kór Bústaðakirkju og þátttakendum á Organistastefnu munu leiða sönginn.

Eiginkona Trond Kverno, Marit Agnes Nordahl Nergaard, organisti í Bodö, leikur eftirspilið sem er einnig eftir hann.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Hallgrímskirkju og sr. Kristján Valur Ingólfsson annast messuþjónustuna. Boðið er upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Trond Kverno er kominn hingað til lands til að kenna og kynna tónlist sína á árlegri Organistastefnu, sem haldin er fyrir organista á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í Skálholti um helgina.