Hannfried Lucke stundaði nám í heimaborg sinni, Freiburg í Þýskalandi, við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg og hjá Lionel Rogg í Genf í Sviss. Árið 1997 var hann skipaður prófessor í orgelleik í Graz í Austurríki og frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í orgelleik við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg. Sem eftirsóttur konsertorganisti hefur Hannfried Lucke leikið í flestum löndum Evrópu en einnig í USA, Kanada, Japan, Hong Kong og Ástralíu. Hannfried er virtur kennari á meistaranámskeiðum auk þess að vera dómari í alþjóðlegum orgelkeppnum.
Sunnudaginn 19. ágúst kl. 17:
Hannfried Lucke, konsertorganisti og prófessor við Mozarteum-háskólann í Salzburg, leikur verk eftir Bach (Fantasía og fúga í g-moll), Byrd, Liszt, Novák, Reger og Rachmaninov. Miðaverð kr. 2.500.
Efnisskrá:
Anonymous ca. 1520 My Lady Carey’s Dompe
Johann Sebastian Bach 1685–1750
Fantasía og fúga í g-moll, BWV 542
William Byrd 1543–1623 O mistress mine
Franz Liszt 1811–1886 Evocation à la Chapelle Sixtine
Vítězslav Novák 1870–1949 Prelúdía um Móravískt stef
Max Reger 1873–1916 Intermezzo í g-moll op. 80 nr. 6
Sergej Rachmaninoff 1873–1943
Prelúdía í g-moll, op. 23, nr. 5
Umr. .: Gottfried H. Federlein, 1923
Miðasala í kirkjunni opnar klukkutíma fyrir tónleikana en einnig er hægt að kaupa miða á www.midi.is