Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 16. ágúst.

Hans-Ola Ericsson
HANS-OLA ERICSSON organisti/prófessor við McGIll-háskólann í Montréal á tónleikum helgarinnar 11. og 12. ágúst
07/08/2018
Hannfried Lucke
Hannfried Lucke konsertorganisti og prófessor við Mozarteum-háskólann í Salzburg heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri sunnudaginn 19.ágúst.
14/08/2018

Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 16. ágúst.

Jónas Þórir Jónasson

Jónas Þórir (1956) byrjaði að læra á orgel hjá Marteini H. Friðrikssyni og síðar hjá Herði Áskelssyni og Birni Steinari Sólbergssyni. Hann lauk kantorsprófi úr Tónskóla þjóðkirkjunnar og var við nám hjá Karsten Askeland í Bergen í Noregi. Jónas Þórir er mikilvirtur undirleikari hjá söngvurum og hefur einnig samið og útsett mikið. Hann starfar sem organisti í Bústaðakirkju.

Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 12:
Jónas Þórir leikur frjálsa tónsmíð sem nefnist Rhapsodía og er spunnin út frá helstu verkum George Gershwins, m.a. Rhapsody in Blue. Miðaverð kr. 2.000.

Efnisskrá:

Rhapsodía er heiti á frjálsri tónsmíð og eitt þekktasta tónverk George Gershwin er einmitt Rhapsody in Blue. Hér fáið þið að kynnast lögum og verkum eftir eitt af mínum uppáhaldstónskáldum 20. aldar, George Gershwin.

Ég mun spinna út frá hans þekktu tónsmíðum, m.a. úr Rhapsody in Blue og svo lögum úr óperunni Porgy og Bess og ef til vill kemur ein þekktasta söngkona Íslands og syngur með mér Summertime. Meðal laga verða : The Man I love, Someone to Watch Over Me, I Got Plenty o‘ Nuttin‘, It ain‘t Necessarily So, I Got Rhythm og Summertime. JÞ

Miðasala í kirkjunni opnar klukkutíma fyrir tónleikana en einnig er hægt að kaupa miða á www.midi.is