360 dagar í Grasagarðinum – Sýning Sigtryggs Baldurs Baldvinssonar í Hallgrímskirkju, opnaði föstudaginn 24. október.

400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar – Dagskráin í heild sinni
23/10/2014
Tónleikar Schola Cantorum á allra heilagra messu í Hallgrímskirkju 2. nóvember klukkan 17.00
31/10/2014

360 dagar í Grasagarðinum – Sýning Sigtryggs Baldurs Baldvinssonar í Hallgrímskirkju, opnaði föstudaginn 24. október.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir myndlistarverk unnin sérstaklega í tilefni Hallgrímshátíðar, á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar.  Sýning Sigtryggs stendur fram yfir áramót.

Sýningin samanstendur af um 80 ljósmyndum sem mynda saman eitt verk sem sprettur upp úr hugleiðingum eða umþenkingum um líf Hallgríms Péturssonar. Ljósmyndirnar eru allar teknar í frjósömum bakgarði í Brighton á suðurströnd Englands. Þar er líf Hallgríms sett í samhengi við þá hringrás náttúrunnar sem sjá má myndgerast í skrúðgarði á 360 dögum. Þar renna saman myndir venjulegs skrúðgarðs, Getsemane og Edens, Hallgríms Péturssonar, Jesú og óbreyttrar mannskepnunnar. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Þóra Sigurðardóttir.

Pdf - Icon  Nánari upplýsingar um sýninguna hér.

Pdf - Icon  Sýningarskrá