Eitt af rómuðustu stórvirkjum tónlistarsögunnar, Maríuvesper frá 1610 eftir Claudio Monteverdi, sem er talið eitt allra fegursta og merkasta kirkjutónverk allra tíma, verður flutt í fyrsta sinn í Eldborg Hörpu á glæsilegum hátíðartónleikum 1. sunnudag í aðventu, 3. desember, kl. 20 á vegum Listvinafélagsins í Reykjavík.