Tónleikum Schola cantorum sunnudaginn 4.febrúar frestað

Hallgrímskirkja
Fjölbreyttir tónleikar TÓNSMÍÐANEMA LHÍ með flytjendum úr TÓNLISTARDEILD LHÍ 27. janúar nk. kl. 14
26/01/2018
Listamannaspjall á laugardegi – Erlingur Páll Ingvarsson Í Hallgrímskirkju 3. feb. kl. 17
02/02/2018
Sýna allt

Tónleikum Schola cantorum sunnudaginn 4.febrúar frestað

Schola cantorum

Tónleikum Schola cantorum, sem áttu að fara fram næstkomandi sunnudag 4. febrúar verður því miður að fresta af óviðráðanlegum ástæðum.

Efnisskráin, sem samanstendur af kórverkum eftir John Sheppard, James MacMillan og Kjell Mörk Karlsen, verður flutt á tónleikum í Hallgrímskirkju síðar á árinu og verður auglýst síðar.

Schola cantorum undirbýr nú af krafti heimsfrumflutning á Eddu II – Líf guðanna eftir Jón Leifs, sem er afar stórt og krefjandi verkefni sem fram fer á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu föstudaginn 23. mars næstkomandi í tilefni af 100 ára fullveldisafmælinu.

Einnig mun sænska úrgáfufélagið BIS taka Eddu II upp í apríl til útgáfu á geisladiskum. Kórþáttur verksins er mjög krefjandi og hefur kórinn verið stækkaður í 40 manns fyrir það verkefni. Hörður Áskelsson æfir og undirbýr kórinn í þessu gríðarlega erfiða verkefni en Hermann Bäumer mun stjórna flutningnum á tónleikunum og upptökunum.