Fjölbreyttir tónleikar TÓNSMÍÐANEMA LHÍ með flytjendum úr TÓNLISTARDEILD LHÍ 27. janúar nk. kl. 14

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju 10. des. 2017
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju – Myndir
21/12/2017
Schola cantorum
Tónleikum Schola cantorum sunnudaginn 4.febrúar frestað
02/02/2018

Fjölbreyttir tónleikar TÓNSMÍÐANEMA LHÍ með flytjendum úr TÓNLISTARDEILD LHÍ 27. janúar nk. kl. 14

Hallgrímskirkja

OrgelFjölbreytt og spennandi músík mun hljóma á tónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju næstkomandi laugardag, 27. janúar klukkan 14.

Einleiksverk, kammerverk og ljóðasöngvar hljóma auk einleiksverks fyrir hið volduga Klais-orgel kirkjunnar en tónlistin er öll eftir tónsmíðanemendur LHÍ og í flutningi hljóðfæra- og söngnemenda tónlistardeildar, sjá meðfylgjandi efnisskrá hér að neðan.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir og boðið upp á kaffisopa í suðursal að tónleikunum loknum.

Aðsókn að þessum tónleikum Listvinafélagsins í samvinnu við LHÍ hefur verið mjög góð og stórkostlegt að upplifa upprennandi tónskáld og tónlistarflytjendur flytja list sína á svo metnaðarfullan hátt undir handleiðslu frábærra kennara. Umsjónarmaður tónleikanna á laugardaginn er Hróðmar I. Sigurbjörnsson tónskáld og Tryggvi M. Baldvinsson yfirmaður tónlistardeildar og Úlfar I. Haraldsson tónskáld stjórna m.a. tveimur verkum.

Tónsmíðanemarnir sem verk eiga á tónleikunum eru á allir á öðru og þriðja ári í bakkalárnámi í tónsmíðum: Andrés Þorvarðarson, Ari Hálfdán Aðalgeirsson, Bjarki Hall, Emilía Ófeigsdóttir, Gunnhildur Birgisdóttir, Katrín Helga Ólafsdóttir, Magni Freyr Þórisson, Olesja Kozlovska, Sævar Helgi Jóhannesson og Þráinn Þórhallsson.

Orgel

Þetta eru fyrri tónleikarnir af tveimur sem tónlistardeildin heldur í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju vorið 2018, en á seinni tónleikunum, sem fram fara í apríllok, mun tónlist tónskáldanna Atla Heimis Sveinssonar (1938), Jóns Ásgeirssonar (1928), Jórunnar Viðar (1918-2017) og Þorkels Sigurbjörnssonar (1938-2013) verða í aðalhlutverki í tilefni stórafmæla þessara fjögurra tónskálda árið 2018.

Efnisskráin

Tónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands
í samvinnu við Listvinafélags Hallgrímskirkju 36. starfsár
laugardaginn 27. janúar 2018 kl. 14.

Flutt verða tónverk eftir nemendur á 2. og 3. ári í bakkalárnámi í tónsmíðum.
Flytjendur eru nemendur í tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Ari Hálfdán Aðalgeirsson:
Passacaglia
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta, Hilma Kristín Sveinsdóttir, klarinett, Kristín Þóra Pétursdóttir, Brynjar Friðriksdóttir, gítar, Anela Bakraqi, píanó.
Tryggvi M. Baldvinsson, stjórnandi.

Emilía Ófeigsdóttir
(Japanskt ljóð/Helgi Hálfdánarson): Meðan ég bíð
Sandra Lind Þorsteinsdóttir, sópran, Guðný Harðardóttir, píanó.

Katrín Helga Ólafsdóttir (Ólafur Skúli Indriðason):
Lítið blóm
María Sól Ingólfsdóttir, sópran, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, sópran, Una María Bergmann, alt, Bergþóra Ægisdóttir, alt.

Magni Freyr Þórisson:
Moonlight
María Sól Ingólfsdóttir, sópran, Mattias Martinez Carranza, píanó.

Sævar Helgi Jóhannesson:
Hrynstúdía
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla, Grave Sievert, selló.

Þráinn Þórhallsson:
Hallgrímskirkja
Steinar Logi Helgason, orgel.

Olesja Kozlovska:
Lodes
Sigurlaug Björnsdóttir, flauta, Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó.

Andrés Þorvarðarson:
Tvö stutt sönglög
María Sól Ingólfsdóttir, sópran, Romain Denuit, píanó.

Gunnhildur Birgisdóttir:
Follow the Light
Sandra Lind Þorsteinsdóttir sópran, Sólveig Óskarsdóttir sópran, Una María Bergmann alt, Gylfi Guðjohnsen, tenór, Kristófer Kvaran, bassi, Pétur Eggertsson, bassi.

Bjarki Hall (Hannes Pétursson):
Heimar
Sólrún Hedda Benedikz, mezzósópran, Bjarki Hall, píanó.

Magni Freyr Þórisson:
Isolation
Sigurlaug Björnsdóttir, Símon Karl Sigurðarson Melsteð, klarinett, Mattias Martinez Carranza, píanó, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla, Karen Cuellar, fiðla, Sigrún Mary McCormick, víóla.
Úlfar I. Haraldsson, stjórnandi.