Tónleikar Tónlistardeildar Listaháskólans í samvinnu við Listvinafélagið laugardaginn 29. apríl kl. 12- (ath. breyttan tíma)

Hallgrímur Pétursson - Passíusálmar
Passíusálmalestur í Hallgrímskirkju á Föstudaginn langa kl. 13-18
07/04/2017
Gretar Reynisson
501 naglar- opnun sumarsýningar sunnudaginn 21. maí í messulok
19/05/2017
Sýna allt

Tónleikar Tónlistardeildar Listaháskólans í samvinnu við Listvinafélagið laugardaginn 29. apríl kl. 12- (ath. breyttan tíma)

Tónleikar nemenda Listaháskóla Íslands

Þriðju tónleikar nemenda Listaháskóla Íslands á þessu skólaári verða í Hallgrímskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 12 og er efniskráin mjög fjölbreytt og glæsileg. Alls koma 16 nemendur fram sem einleikarar og einsöngvarar og verður leikið á Klais orgel Hallgrímskirkju og Bösendorfer flygilinn auk þess sem 2 hornleikarar leika með í kantötu eftir J.S. Bach og Kór nemenda Listaháskólans syngur verk eftir Rachmaninoff, Knut Nystedt, Hafliða Hallgrímsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Á efnisskránni eru einnig verk eftir J.S. Bach, Grieg, Sibelius, Purcell, Schütz, Sigvalda Kaldalóns, Dvorak o. fl. og má lofa mjög fallegum og ánægjulegum tónleikum með afburða nemendum í fallegu umhverfi kirkjunnar.

Tónleikarnir, sem eru samstarfsverkefni Listvinafélagsins og Listaháskólans, hafa það markmið að kynna nemendum skólans töfra Klais-orgelsins og ómrými Hallgrímskirkju til tónlistarflutnings og um leið að gefa tónlistarunnendum tækifæri til að heyra hvað hæfileikaríkir nemendur tónlistardeildar hafa fram að færa.

Samstarfið, sem hófst fyrir nokkrum árum, hefur verið sérlega ánægjulegt og farsælt og tónleikarnir ávallt mjög vel sóttir.

Tónleikarnir standa í u.þ.b. eina klst.
Umsjón með tónleikunum hefur Peter Maté píanóleikari, prófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach (1675-1750)
Fantasía í g-moll (Pièce d’orgue), BWV 572
Erla Rut Káradóttir, orgel

Henry Purcell (1659-1695)
Music for a While úr harmleiknum “Oedipus“

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)
Ave María
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran
Erla Rut Káradóttir, orgel

Heinrich Schütz (1585-1672)
Erhöre mich, wenn ich rufe
Sandra Lind Þorsteinsdóttir, sópran
Una María Berman, sópran
Erla Rut Káradóttir, orgel

Antonín Dvořák (1841-1904)
Ave Maria
Jóhanna María Kristinsdóttir, sópran
Erla Rut Káradóttir, orgel

Johann Sebastian Bach (1675-1750)
Jagen ist die Lust der Götter
aría úr kantötu BWV 208
Jana Salóme I. Jósepsdóttir, sópran
Guðmundur Andri Ólafsson, horn
Erna Ómarsdóttir, horn
Erla Rut Káradóttir, orgel

Jean Sibelius (1865-1957)
Flickan kom ifrån sin älsklings möte
Þóra Kristín Magnúsdóttir, sópran
María Oddný Sigurðardóttir, píanó

Wilhelm Stenhammar (1871-1927)
Gammal nederländare, op.20 nr.3
Månsken, op.20 nr.4
Jana Salóme I. Jósepsdóttir, sópran
Romain Þór Denuit, píanó

Gunnar de Frumerie (1908-1987)
Det kanske var en dag som alla andra
María Sól Ingólfsdóttir, sópran
María Oddný Sigurðardóttir, píanó

Edvard Grieg (1843-1907)
En Drøm, op.48 nr.6
Jeg elsker dig, op.5 nr.3
Dagur Þorgrímsson, tenór
Anela Bakraqi, píanó

Johann Sebastian Bach (1675-1750)
Schmücke dich, o liebe Seele
kóralforspil og sálmur
Kór nemenda Listaháskóla Íslands
Stjórnandi og orgelleikur Erla Rut Káradóttir

Hafliði Hallgrímsson (*1941) 
Tvær þjóðlagaútsetningar:
Hættað gráta hringaná
Veröld fláa sýnir sig
Stjórnandi: Sunna Karen Einarsdóttir

Sergej Rakhmanínov (1873-1943)
Bogoroditse devo
Stjórnandi: Sunna Karen Einarsdóttir

Knut Nysted (1915-2014)
Peace I leave with you
Stjórnandi: Erla Rut Káradóttir

Hjálmar H. Ragnarsson (*1952)
Fenja uhra
Stjórnandi: Kristín Harpa Jónsdóttir

 Dagskráin á pdf skjali.