Thomas Sheehan – einn efnislegasti ungi orgelvirtúós Bandaríkjanna á Alþjóðlegu orgelsumri um helgina

Þórir Jóhannsson og Eyþór Ingi Jónsson
Þórir Jóhannsson og Eyþór Ingi Jónsson á Alþjóðlegu orgelsumri
07/08/2017
Hallgrímskirkja
Menningarnótt í Reykjavík 2017 – Sálmafoss í Hallgrímskirkju 19. ágúst klukkan 15.00-21.00
15/08/2017
Sýna allt

Thomas Sheehan – einn efnislegasti ungi orgelvirtúós Bandaríkjanna á Alþjóðlegu orgelsumri um helgina

Thomas Sheehan

12. ÁGÚST 2017 KL. 12.00
13. ÁGÚST 2017 KL. 17.00

THOMAS SHEEHAN
ORGANISTI MINNINGARKIRKJUNNAR VIÐ HARWARD HÁSKÓLA
( Harvard Memorial Church) Í BOSTON

Um helgina býður Alþjóðlegt orgelsumar upp á tvenna tónleika með einum efnilegasta unga orgelleikara Bandaríkjanna, Thomas Sheehan, sem gegnir nú stöðu við Memorial Church við Harvard háskóla.

Sheehan er mikill orgelvirtútós og mun eingöngu leika verk eftir bandarísk tónskáld en það er hans hugsjón að kynna bandaríska tónlist víða um heim. Efnisskráin er afar aðgengileg og fjölbreytt og gætir þar líka m.a. áhrifa frá jazzi sem á einkar vel við núna þegar Jazzhátíð í Reykjavík stendur yfir!

Thomas Sheehan er organisti og kórstjóri við Minningarkirkjuna við Harvard háskóla auk þess að vera meðleikari Harvard Glee Club kórsins.
Áður en hann tók við þessu starfi var hann tónlistarmaður við Saint Mark kirkjuna í Fíladelfíu í Pennsylvaníu og Trinity biskupakirkjuna í Princeton í New Jersey.

Thomas útskrifaðist frá hinum heimsþekkta Curtis tónlistarháskóla í Philadelphia með lokapróf bæði í orgelleik og á sembal. Hann lauk bæði BMus og MMus frá Westminster Choir College í Princeton undir handleiðslu Ken Cowan og vinnur núna að doktorsverkefni sínu á sviði tónlistar við Boston Háskóla undir leiðsögn Peter Sykes.

2009 hlaut hann fyrstu verðlaun bæði í bandarísku Arthur Poister keppninni í orgelleik og Quimby svæðiskeppninni fyrir miðsvæði Atlantshafsstrandarinnar.
Thomas veittist sá heiður að vera boðið að halda tónleika á Landsmóti American Guild of Organists í höfuðborginni Washington, DC árið 2010. Hann hefur haldið fjölda tónleika um Bandaríkin og í Evrópu.

Þetta er næst síðasta tónleikahelgin á Alþjóðlegu orgelsumri sem nú er haldið í 25. sinn og hafa tónleikarnir verið mjög vel sóttir og eru erlendir ferðamenn þar í miklum meirihluta þakklátra tónleikagesta.

Miðasala er við innganginn klst. fyrir tónleika og á midi.is.
Miðaverð er 2000 kr á hádegistónleikana og 2.500 kr á sunnudagstónleikana.
Frítt er fyrir börn og listvini.

 Efnisskrá 12. ágúst 2017

 Efnisskrá 13. ágúst 2017