THIERRY ESCAICH organisti St. Étienne- de Mond kirkjunnar í París á tónleikum helgarinnar 21. og 22. júlí

Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju
Winfried Bönig aðalorganisti Kölnardómkirkju á Alþjóðlegu orgelsumri helgina 7. og 8. júlí
06/07/2018
Lára Bryndís Eggertsdóttir
Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 26. júlí
26/07/2018
Sýna allt

THIERRY ESCAICH organisti St. Étienne- de Mond kirkjunnar í París á tónleikum helgarinnar 21. og 22. júlí

Thierry Escaich

Thierry Escaich er meðal þekktustu organista og tónskálda Frakklands af yngri kynslóðinni. Hann hefur starfað sem organisti við St-Étienne-du-Mont kirkjuna í París frá 1997 auk þess að vera prófessor við Tónlistarháskólann í París.

Upphaflega skrifaði Escaich verkið Deux Évocations sem hann frumflutti sjálfur árið 1996. Árið 2008 kom sú þriðja og byggir hún á hinum forna aðventusálmi Veni redempot genitum sem á íslensku heitir Nú kemur heimsins hjálparráð. Évocation IV var síðan frumflutt 2014 í Reims.

Laugardaginn 21. júlí kl. 12 leikur Thierry Escaich m.a. verkið Piéce Heroique eftir César Frank og spunaverk eftir sjálfan sig. Miðaverð kr. 2.000. 

Efnisskrá:

César Franck 1822‒1890 Piéce Heroïque
Úr Trois Pièces

Kórall í h-moll, nr. 2
Úr Trois chorals pour grand orgue, 1890

Thierry Escaich *1965 Andante et scherzo
Spuni

Sunnudaginn 22. júlí kl. 17 leikur Thierry Escaich verk eftir O. Messiaen, sjálfan sig, Orgelsónötu nr. 1 eftir Mendelssohn og Romance & Final eftir L. Vierne. Miðaverð kr. 2.500. 

Miðar eru seldir í kirkjunni klukkutíma fyrir tónleikana og á www.midi.is

Efnisskrá:

Felix Mendelssohn-Bartholdy 1809‒1847
Orgelsónata í f-moll, op. 65, nr. 1
Allegro – Adagio – Andante recitativo – Allegro assai vivace
Prélude et fugue improvisé en style romantique

Louis Vierne 1870‒1937 Romance og Final
Úr: Orgelsinfónía nr. 4, op. 14

Olivier Messiaen 1908‒1992
Verset sur la fête de la Dedicace

Thierry Escaich *1965 Evocation 4
Tryptique symphonique improvisé sur 2 thèmes donnés /
Þrískiptur sinfónískur spuni um tvö gefin stef

Leikur af fingrum fram eða spuni hefur fylgt orgelinu um aldir og er mikilvægur þáttur í helgihaldinu, einkum í kirkjum í Frakklandi og Þýskalandi. Spuni er sérstök grein innan orgelleiks og eru víða haldnar alþjóðlegar keppnir í spuna. Það gerist öðru hverju að orgelleikarar á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars hafi á efnisskrá sinni spuna yfir laglínu, sem þeir fá afhenta á staðnum eða að þeir tjá augnablikið í tónlist. Þá geta þeir líka ákveðið ytra form spunans fyrir fram eins og Thierry Escaich gerir hér en hann fær einnig tvö stef til að vinna með í þessu fyrirframákveðna formi.