TENGING Sýningarlok á sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns

Tónleikar tónlistardeildar Listaháskólans í Hallgrímskirkju laugardaginn 28.2. kl. 16
Tónleikar tónlistardeildar Listaháskólans í Hallgrímskirkju laugardaginn 28.2. kl. 16
27/02/2015
Guðbjörg Ringsted sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju
STREYMI – Guðbjörg Ringsted sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju
19/03/2015
Sýna allt

TENGING Sýningarlok á sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns

Tenging - Sýningaropnun í Hallgrímskirkju - Sigurður Guðjónsson

Síðasti sýningardagur Sigurðar Guðjónssonar myndlistamanns í rými forkirkjunnar er sunnudaginn 15. mars nk. Kirkjan er opin frá kl. 9 – 17.

Verkið sem Sigurður sýnir í forkirkjunni er myndbandsverk sem hefur titilinn TENGING.

Dr. Ann-Sofie Gremaud hefur ritað inngangstexta í sýningarskrá sem liggur frammi í sýningarrýminu, en þar segir m.a.:

„Vídeóverkið Tenging er þungbúin, beinskeitt, seiðandi síbylja og vekur vitund um kyrru kirkjurýmisins sem þjónar íhygli og íhugun fólks. Vídeóverkið beinir vitund að snertiskynjun við meðferð og strokur hringja og umbreytir þeim í einföld en ávirk tæki sem gefa frá sér hljóð í líkingu við tíbetskar bænabjöllur. Hljóðin vísa einnig til hins stórfenglega orgels kirkjunnar sem er frægt fyrir hinar 5275 pípur.“

Sigurður Guðjónsson (f. 1975) stundaði nám við Listaháskóla Íslands, Billedskolen í Kaupmannahöfn og framhaldsnám við Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg. Verk Sigurðar eru vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Heimur verkanna er fjarlægur og dregur áhorfandann að kjarna verksins í gegnum nánast líkamlega upplifun af samspili myndar og hljóðs við umhverfið.

Pdf - Icon  Sýningarskrá.