Sumarsól, englaskari, kór og kaffi á Orgelsumri í vikunni

Katelyn Emerson, nýkrýndur sigurvegari í stórri, bandarískri orgelkeppni leikur í Hallgrímskirkju
12/07/2016
Óbó, hanagal og heimsþekkur, bandarískur organisti
26/07/2016
Sýna allt

Sumarsól, englaskari, kór og kaffi á Orgelsumri í vikunni

Vikan framundan á Alþjóðlegu orgelsumri er hlaðin englum, sálmum, sól og kaffi! Miðvikudagstónleikar Schola
cantorum í hádeginu eru á sínum stað (20. júlí kl. 12) með flutningi yndisfagurra, íslenskra kórverka og býður kórinn upp á kaffi, te og sætan bita eftir tónleikana í safnaðarheimilinu. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta söngvarana og kynnast þróttmiklu tónlistarstarfi kirkjunnar

Á fimmtudeginum (21. júlí) eru orgeltónleikar að vanda og er gestur Orgelsumarsins Jón Bjarnason, kantor í Skálholtskirkju. Hann mun meðal annars töfra fram heilan englaskara úr Klais-orgelinu klukkan 12, en þá heldur hann tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga í D-dúr eftir Bach og Englarnir, þáttur úr Fæðingu frelsarans, orgelverkinu stórbrotna eftir Olivier Messiaen.

Jón mun einnig leika íslenska tónlist því á efnisskránni eru einnig bæði sálmaforleikur og orgelhugleiðing eftir hann sjálfan um sálmana Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Kolbein Tumason og Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst, sem er lokavers 50. Passíusálms Hallgríms Péturssonar.3239

Á laugardag kl. 12 (23. júlí) og sunnudag kl. 17 (24. júlí) verður erlendur gestur við hljómborðin og ætlar meðal annars að færa áheyrendum sænska og lettneska sumarsól í tónum. Ligita Sneibe er lettneskur organisti, búsett í Svíþjóð og hefur verið iðin við að kynna samtímatónlist á ferli sínum. Pastorales for a Summer Flute eftir Imants Zemzaris lýsir gangi sólarinnar á sumardegi og Solkraft eftir Håkan Sundin fjallar um lífið, hlýjuna og ljósið sem sólin færir jarðarbúum. Sannarlega við hæfi á íslensku orgelhásumri.

Efnisskrá Ligitu prýða einnig sígild og glæsileg orgelvek. Má þar nefna Fantasíu og fúgu í g-moll og Tokkötu og fúgu í F-dúr eftir J. S. Bach, kafla úr hinu þekkta orgelverki Fæðingu frelsarans eftir Messiaen og Prelúdíu og fúgu um BACH eftir Liszt.141107_0027

Miðar á alla tónleika eru seldir klukkustundu fyrir tónleikana í anddyrinu og miðar á helgartónleikana fást einnig á midi.is.

Verð:

Miðvikudagar og sunnudagar: 2500 krónur

Fimmtudagar og laugardagar: 2000 krónur

Ókeypis er fyrir Listvini á alla orgeltónleika sumarsins.