Sumarið kvatt með söng – Lokatónleikar Schola cantorum á morgun

Ave María Kaldalóns á morgun
23/08/2016
Genesis – Ný sýning opnar í anddyri kirkjunnar á sunnudag
31/08/2016
Sýna allt

Sumarið kvatt með söng – Lokatónleikar Schola cantorum á morgun

Hallgrímskirkja hefur sumarlangt ómað af tærum og fögrum söng kammerkórs kirkjunnar, Schola cantorum, sem hefur þetta árið lagt áherslu á að kynna hinum ótalmörgu gestum kirkjunnar íslenskan tónlistararf og sérdeilis fallegar kórtónsmíðar frá 20. og 21. öldinni. Tónleikarnir hafa verið afar vel sóttir og tónleikagestir erlendis frá verið afskaplega ánægðir með þetta tækifæri til að kynnast íslenskri söngmenningu. Á morgun, miðvikudag, verða lokatónleikarnir í þessari ljúfu og hrífandi tónleikaröð en á tónleikunum ætlar kórinn að flytja fögur nútímaverk sem njóta sín einstaklega vel í endurómi Hallgrímskirkju ásamt íslenskum þjóðlögum.

Tónleikarnir hefjast kl. 12. Boðið verður upp á kaffi og sætan bita eftir tónleikana í safnaðarheimilinu.

Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kl 2500.