Skemmtilegar myndir frá Pétri og úlfinum

Börnin sungu yndislega á skírdag – Myndband
13/04/2016
Nordal í níutíu ár – Listaháskólinn og Listvinafélagið heiðra Jón Nordal í tilefni níræðisafmælis hans
28/04/2016
Sýna allt

Skemmtilegar myndir frá Pétri og úlfinum

Það var mikið fjör á Pétri og úlfinum í Hallgrímskirkju rétt fyrir páska. Sænski organistinn Mattias Wager og Halldóra Geirharðsdóttir léku á als oddi og hrifu bæði börn og foreldra. Halldóra sagði söguna í gervi Barböru trúðs og lauk frásögninni með því að fara með öll börnin í skrúðgöngu um kirkjuna. Sr. Sigurður Árni Þórðarson tók þessar skemmtilegu myndir og margar fleiri, sem skoða má hér.

IMG_7750  IMG_7786   IMG_7745