Börnin sungu yndislega á skírdag – Myndband

Hundrað barna söngvahátíð, heildarlestur Passíusálmanna og endurreisnarsöngur Schola cantorum í Hallgrímskirkju í páskavikunni
22/03/2016
Skemmtilegar myndir frá Pétri og úlfinum
13/04/2016

Börnin sungu yndislega á skírdag – Myndband

Listvinafélaginu barst þetta fallega myndband frá Söngvahátíð barnanna sem haldin var í Hallgrímskirkju á skírdag, þann 24. mars síðastliðinn. Þar sungu meira en hundrað börn trúarlega tónlist ásamt sveiflusveit sem skipuð var Kjartani Valdimarssyni, Gunnari Hrafnssyni og Pétri Grétarssyni.

Kórarnir sem tóku þátt voru Graduale futuri, Kórskóli Langholtskirkju, Barnakór Seljakirkju, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, Barnakór Ísaksskóla og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju.

Lagið sem börnin syngja í myndbandinu hér fyrir neðan er Dona nobis eftir Mary Lynn Lightfoot.

Dona nobis