Sálmafoss á Menningarnótt 24. ágúst kl. 15-21

Hallgrímskirkja
Mattias Wager organisti Dómkirkjunnar í Stokkhólmi, Svíðþjóð
19/08/2019
Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 28. ágúst
26/08/2019

Sálmafoss á Menningarnótt 24. ágúst kl. 15-21

Hallgrímskirkja

Menningarnótt í Reykjavík – 2019 – SÁLMAFOSS Í HALLGRÍMSKIRKJU 24. ágúst klukkan 15‒21

Á árlegum Sálmafossi á Menningarnótt streyma þúsundir gesta í kirkjuna til að upplifa sálmasöng, kórsöng, einsöng og hrífandi tóna Klaisorgelsins, bæði í einleik og samleik. “Fossinn” streymir samfellt í sex klukkutíma, gestum er velkomið að koma og fara að vild.  Á hverjum heilum tíma sameinast allir í sálmasöng með orgelinu. 

Sálmafossinn í ár hefst að venju klukkan 15.00 með söng Mótettukórs Hallgrímskirkju og orgelleik Mattiasar Wager, dómorganista í Stokkhólmi. Í upphafi fá kirkjugestir að taka undir sálma með Mótettukórnum. Sálmafossinn flæðir síðan samfellt til klukkan 21.00. Auk Mótettukórsins koma fram Kór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar, Det Unge Vokalensemble undir stjórn Poul Emborg, Kammerkórinn Hljómeyki undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar og Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Barítónsöngvarinn Fjölnir Ólafsson syngur einsöng.

Auk Mattiasar Wager leika Björn Steinar Sólbergsson og Kári Þormar á Klaisorgel Hallgrímskirkju! 

Kynnar eru prestar Hallgrímskirkju dr. Sigurður Árni Þórðarson Hallgrímskirkju og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

Í suðursal Hallgrímskirkju býður kaffihús Guðríðar upp á rjúkandi vöfflur og kaffi. Ágóði af kaffisölunni rennur til Listvinafélags Hallgrímskirkju, sem skipuleggur Sálmafoss.

Samfelld dagskrá frá klukkan 15.00-21.00

 

Kl. 15.00 -15.10 Sálmasöngur – allir syngja með!

Mótettukór Hallgrímskirkju og Mattias Wager leiða söng með spuna.

 

15.10-15.40 Mótettukór Hallgrímskirkju syngur kórverk eftir Mendelssohn, Brahms, Händel o. fl. Stjórnandi Hörður Áskelsson, orgelleikur Mattias Wager

 

15.40-16.00 Mattias Wager leikur sálmaspuna á Klaisorgelið

 

16.00-16.10 Sálmasöngur – allir syngja með!

Kór Akraneskirkju og Björn Steinar Sólbergsson leiða söng, stjórnandi Sveinn Arnar Sæmundsson

 

16.10-16.30 Kór Akraneskirkju syngur fjölbreytta efnisskrá stjórnandi Sveinn Arnar Sæmundsson

 

16.30-17.00 Det Unge Vokalensemble frá Kaupmannahöfn flytur kórverk eftir Holmboe, Grieg, Önnu Þorvaldsdóttur og J. Petersen, stjórnandi Poul Emborg

 

17.00-17.10 Sálmasöngur – allir syngja með! Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel

 

17.10-17.30 Gregorsöngur og orgel. Fjölnir Ólafsson barítón syngur með Birni Steinari Sólbergssyni organista.

 

17.30-18.00 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur valin orgelverk á Klais-orgelið.

 

18.00-18.10 Sálmasöngur – allir syngja með! Kammerkórinn Hljómeyki leiðir söng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar

 

18.10-18.30 Kammerkórinn Hljómeyki flytur valin kórverk undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar

 

18.30-19.00 Det Unge Vokalensemble frá Kaupmannahöfn flytur danska og íslenska kórtónlist, stjórnandi Poul Emborg

 

19.00-19.10 Sálmasöngur – allir syngja með! Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars.

 

19.00-19.55 – Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti flytja ýmis kór- og orgelverk.

 

20.00-21.00 Schola cantorum og Mattias Wagner flytja spunakennda efnisskrá, sem fléttar saman sálmasöng, kórsöng og orgelspuna. Stjórnandi Hörður Áskelsson

 Sálmafoss auglýsing

 Sálmafoss nótur