Sálmafoss 2016 í Hallgrímskirkju 20. ágúst 15:00 – 21:00

Kári Allansson, organisti
Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju – 18. ágúst 2016 kl. 12
17/08/2016
James McVinnie
James McVinnie leikur á lokatónleikum Alþjóðlegs orgelsumars 2016 laugardaginn 21. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.
19/08/2016
Sýna allt

Sálmafoss 2016 í Hallgrímskirkju 20. ágúst 15:00 – 21:00

Hallgrímskirkja - Sálmafoss 2016

Glæsilegir einsöngvarar, fjölbreyttir kórar, Klaisorgelið í allri sinni dýrð, tölvustýrt orgel, nýjir sálmar, almennur söngur, kaffihús með ilmandi vöfflum og kaffi úr antikbollum!

Sálmafoss hefur verið haldinn árlega í Hallgrímskirkju á Menningarnótt frá árinu 2007 og er þetta því 10. sinn sem Menningarnótt er fagnað með þessu sniði í kirkjunni. Á annan tug þúsunda gesta koma í kirkjuna þennan dag og hrífast með í söng og stemmningunni sem þar ríkir.

Að þessu sinni koma fram einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, sem syngur með Steingrími Þórhallssyni organista Neskirkju, Óskar Pétursson tenór frá Akureyri syngur með Jónasi Þóri organista Bústaðakirkju, sem leikur einnig af fingrum fram yfir sálma og þjóðlög, Thelma Hrönn Sigurþórsdóttir sópran, Kirstín Erna Blöndal sópran, Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópran og Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt syngja einsöng við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar organista við Hallgrímskirkju, en þær eru meðlimir í kammerkórnum Schola cantorum, sem flytur fjölbreytta efnisskrá við opnun Sálmafossins kl. 15. Kammerkór Seltjarnarneskirkju undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar verður gestur Sálmafoss ásamt trompetleikaranum Atla Guðlaugssyni og pikkoloflautuleikaranum Sigríði Hjördísi Indriðadóttur. Hljómfélagið, nýstofnaður blandaður kór með ungu fólki syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur og ung raftónskáld undir handleiðslu Áka Ásgeirssonar, Guðmundar Vignis Karlssonar og Gunnars Andreasar Kristinssonar leika  sér með tölvubúnað Klaisorgelsins og láta tölvur leika á orgelið! Organistarnir Björn Steinar, Friðrik Vignir og Steingrímur leika einnig einleik á stóra Klaisorgelið, þ.s. hinar 5275 pípur orgelsins fá að njóta sín í fjölbreyttum verkum.  Þá fá allir gestir tækifæri til að syngja fullum hálsi með stóra Klais orgelinu undir stjórn Margrétar Bóasdóttur verkefnastjóra tónlistar á Biskupsstofu.

ÓKEYPIS AÐGANGUR!
Antik- kaffihús til styrktar Listvinafélaginu verður í suðursal kirkjunnar þennan dag, þ.s. kaffið er borið fram í fallegum antikbollum og ilmandi vöfflur og fleira góðgæti gleður góða gesti sem taka sér hlé frá dagskránni í kirkjunni.

DAGSKRÁ SÁLMAFOSS

15.00 Sálmasöngur – allir syngja með – Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju leiðir sálmasöng.
15.15 Schola cantorum flytur kirkjutónlist frá ýmsum tímum m.a. verk sem prýða nýjan geisladisk þeirra „Meditatio“. Einsöngvarar úr kórnum syngja einsöng, Thelma Hrönn Sigurþórsdóttir sópran ( Ave María e. Sigvalda Kaldalóns og fl.), Kirstín Erna Blöndal sópran, Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópran ( Pie Jesu úr Fauré Requiem) og Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt ( Magnificat e. Hreiðar Inga). Björn Steinar Sólbergsson leikur undir á Klaisorgel Hallgrímskirkju
16.00 Sálmasöngur – allir syngja með!
Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sönginn
16.15 Einsöngvarar og Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja fjölbreytta efnisskrá undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, sem einnig leikur á Klaisorgelið. Atli Guðlaugsson leikur á trompet og Sigríður Hjördís Indriðadóttir á piccoloflautu.
17.00 Sálmasöngur – allir syngja með!
17.15 Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngur með Steingrími Þórhallssyni, sem einnig leikur á Klaisorgelið
18.00 Sálmasöngur – allir syngja með – Hljómfélagið, blandaður kór undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur leiðir sönginn
18.10 Hljómfélagið flytur sálma og veraldleg lög. Stjórnandi: Fjóla Kristín Nikulásdóttur
18.30 Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju flytur fjölbreytta orgeltónlist á Klaisorgel Hallgrímskirkju
19.00 Einsöngur og orgelspuni – Óskar Pétursson tenór frá Akureyri ásamt Jónasi Þóri organista Bústaðakirkju, sem einnig leikur af fingrum fram á Klaisorgelið yfir sálma og þjóðlög
19.45 Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju
20.00 Rafmagnaður Klais! Raftónskáld flytja nýstárlega tónlist, þ.s. tölvur leika á orgelið! Umsjón hafa Áki Ásgeirsson, Guðmundur Vignir Karlsson og Gunnar Andreas Kristinsson.

Kynnar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestur Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Listvinafélags Hallgrímskirkju.

Margrét Bóasdóttir verkefnastjóri kirkjutónlistar á Biskupsstofu stýrir almennum söng og kennir nýja sálma. Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju, leikur undir almennan söng.

ÓKEYPIS AÐGANGUR!

Kaffihús til styrktar Listvinafélaginu verður opið í suðursalnum frá kl. 14, þ.s. ilmandi vöfflur og fínar tertur verða á boðstólnum og kaffi drukkið úr hinum rómuðu antikbollum Listvinafélagsins.

Skoðið plakatið fyrir Sálmafoss með því að Pdf - Icon smella hér.